Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 20
26o HEIMIR
Það er eyðslusemi vor, sern étur svo mjög um sig í þjóðlífinu og
hindrar bæöi framför og réttlæti. Tuttugu og fimm þúsund
smálestir af póstflutningi ganga árlega í gegnum hendur póst-
þjónanna í Bandaríkjunum, án þess að eyrir sé borgaðir fyrir
það, og þó höfum vér á móti þvíað.ala konungsfjölskyldu.
Starf milljónamæringanna er bráðum á enda. Samdráttur
auðs bygði miklar járnbrautir, ritsíma yfir Atlantshafiö og radd-
símakerfi; hann geröi meira—hann þroskaði framkvæmdarafi,
sem aldrei hafði þekst áöur. Sameinaðir verzlunarkraftar
tömdu heiininn og réöu fyrir oss fjárhagslega jafnt sem félags-
lega. Aö þetía tímabil sé nú bráöum á enda virðist áreiðan-
legt. Almennin<;urinn er aö taka viö stjórnartaumunum,
milljónamæringurinn hefir engar fieiri veraldir til aö sigra.
Hann bilar að heilsu á bezta aldri, og börn hans erfa ekki hæfi-
leika httns. Þaö er líklegt aö þaö veröi færri milljóraeigendur
áriö 1930 en voru 1900. Bifreiðar nútímans tilheyra aö mestu
feyti mönnum í meöal efnum og loftsiglingar eru í höndum
ungra vísindamanna, og eru ekki líklegar til aö veröa aö gróöa-
fyrirtækjum.
Stórkostleg aukning landsafurða heldur stöðugt áfram.
líreytingin frá kvikfjárrækt til akuiyrkju gaf fjórum eða fimin
sinnum meiri hag af hverri ekru. Þetta hefir aftur verið fjór
faldað með því að minka hagabeit og auka ræktun smærri á-
vaxta og matjurta. Sömu afieiðingar hafa orðið af því, aö
plægja niður baunir og rækta aðrar baunir til gripafóðurs. Þar
næst kom sú uppgötvun að rotnaðar jurtaleifar væru eins verð-
mætar og áburður, og að jurtagróðurinn væri jafn mikið kominn
undir jafnvægi efnanna í jarðveginum sem gnægð þeirra efna, er
geta brey/A í jurtatrefjar. Bændur upp og niður hafa nú betri
skilning en svo að þeir brenni eða öðruvísi eyðileggi nokkurn
hlut, sem hægt er að breyta í rotmold. Arið 1330 mnnum vér
hafa lært að tvöfalda ennþá einu sinni frjósemi akra vorra.
Flutningur verður að aukast jöfnum skrefum við framleiðslu.
Vér getum verið vissir um, að verð á honum Jækkar mikið.
Það má næstum reiða sig á, að nátturan hefir vegi til aö full-
nægja hverri stórri, almennri þörf; og nú þegar járnbrautirnar