Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 36
276 H E I M I R
verö. Híin sýnir ástand, sem berdir á, að hún sé æfagöniul.
Skurðgoöudýrkun er talin sjílfsögö, og þat> er ekki álitin synd af
Míka, aö láta smíða skurSgoð handa sjálfum sér. Þaö er aug-
sýnilegt, að sagan hefir hlotiö aö verða til áöur en farið var aö
skoða skurögoöadýrkun sem brot á móti Jahve; annars mundi
höfundurinn ekki tala urn skurögoð Míka ávítulaust. Sagan
gefur einnig u>erkilega lýsingu af landnámi Daníta. Þaö eru öll
líkindi til aö sagan sé bygö á sögulegum grundvelli.
Sagan af níðingsverkinu i Gíbeu í 19 kap. kemur heldur ekki
heim við tilgang deuterónómiska útgefandans. I henni birtist
engin söguhetja, og ekki er heldur sagt frá neinum hreystiverk-
um. Tilgangurinn með sögunni virðist muni hafa verið, að sverta
ættbálk Benjamíns. Sagan hefir ekkert gildi í sjálfu sér. I 20
kap. þar sem herferðinni á móti Benjamíns ættinni er lýst er
auðsjáanlega blandaö saman tveimur frásögum. Tala liðsins er
ákaflega ýkt, og sameining allra ættanna á móti Benjamínsætt-
inni, sern áherzla er lögð á, sýnir að frásögnin er riltölulega
seint til orðin.
Þriöji hluti bókarinnar, sem byrjar þar sem sagan af Sam-
son endar hetír tvær sögur inni að halda, sein virðast tilheyra
hinurn allra elstu munnmælasögnum, er fyrri sögurnar eru teknar
úr, en þær hafa enga þýðingu fyrir skoðun þá, sem deuterónóm-
iski útgeíandinn heldur fram, nefnilega, aS tilbeiðsla Jahve sé
launuð meS velgengni, og tilbeiðsla annara guða með eyðilegg-
ingu og böli. SíSustu tveir kap. virðast vera viSbætir við bókina,
miklu yngri en sögurnar sjálfar, sem þeir eru tengdir viö, og
þeir sýna óvild og vináttu á milli ætta, sem skiljanlegt er að hafi
varað niður til stofnunar konungsríkisins og máske lengur.
Dómarabókin er þá safn af eldgömlum sögum, sem í fyrstu
hafa verið munnmæla sögur, og trúarbragðalegum og þjóSernis-
legum kenningum frá alt öðru tímabili, sem sögurnar eru ofnar
inn í. Sumar af sögunum sýna ágætlega ástand þjóöarinnar á
því tímabili er hún var að vinna undir sig landið. Sögur þessar
eru frá 11 og 12 öld f. K. og það er álitið að Debóru söngurinn
sé frá 13 öld. Hvenær þeim var fyrst safnað saman-verðurekki
sagt, en einhverntíma á síðari hluta 7 aldar hefir deuterónómiski