Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 42
282 H E I M I R
Hún sat dálitla stund kyr og varö fölari og fölari, svo stóð
hún upp, Eftir nokkra stund fanst hún grátandi í hliðarher-
bergi.
Einu sinni viö miðdagsborðið sagði lærður maöur: "Sá
sem á að verða eitthvað mikið veit það frá barnæsku."—Já, að
hann á að veröa eitthvað, en ekki hvað," svaraði hún fljótt-
En hún fyrirfarð sig fyrir það. Hún reyndi að leiðrétta það og
sagði: "Sumir vita það, aðrir ekki." Fyrirvarö sig ennþá
meira og feimnin gerði hana mjög yndislega. Fólki þykir vænt
um að finna stórar þrár, sem ekki hafa hátt um sig.
A meðal vina var talað um unga ekkju eitt kvöld. "Hún
endurnýjar sig í nýrri ást," sagði einhver. "Nei, heldur í ein-
hverju staifi, einhverju sem hún verður að gefa sig algerlega
við," sagði annar, sein þóttist þekkja hana betur. "Mérersama
hvað það er, bara að hún gefi sig að einhverju," sagði sá, sein
fyr hafði tekið til máls. "Það er í því, að leggja sig frarn sern
frelsunin fiast,—kallið þið það endurnýjungu eða hvað sem þiö
vdjiö.—
Þetta hafði hún hlustað á. I fyrstu stóð henni á sama, en
fór að taka betur eftir og varð síðast hrifin. Svo sagði hún með
ákafa: Nei, það er um að gera að leggja sig ekki fram! Eng-
inn svaraði; það var eitthvað svo undarlegt, fanst öllum. Haföi
nokkuð komið fyrir, eða var þetta bara hugboð?
Eða var hún að hugsa um eitthvað sérstakt, sern enginn af
þeim, er viðstaddir voru, vissi nokkuð urn? Eða um eitthvaö
stórt, sem var þess virði að eftir því væri beðið?—•
Það, sem menn ekki gera sér grein fyrir, fangar hugann.
Hinir háttprúðari og næmlyndari á ineðal riddaranna fundu til
virðingar. Frá þeim breiddist hún út. Á meðal þeirra, sem
altaf eru undir aga breiðist ekkert eins fljótt út og virðing—oft-
ast hin heimskulegasta.
Þeir voru til, sem sóru, að hún væri hið fallegasta kynbætt
dýr, sem til væri í Noregi. Það voru einnig til aðrir, sem, ef
haTiingjan hefði viljað svo, hefðu gefið allan sinn sálarfrið fyrir
—ég þori ekki að segja fyrir hvað. En það voru ennþá aðrir,
sem hugsuðu um konu riddaraaldarinnar, og sáu í anda borðann,