Heimir - 01.07.1910, Qupperneq 30
270
H E I M I R
guðlegra áhrifa og stjórnar átt sér stað á hinn sama náttúrlega
hátt? Það er fyrsti vitnisburðurallratrúarbragða að veruleg hjálp
og gæði frá hinu guðlega, komi í ríkum mælitil allra þeirra sem
leita, — ti! hinna snauðu, fáfróðu, sjúku, sorgbitnu og syndugu.
En hvernig vitum vér þetta, hvernig vitum vér að bæn
mannsins er svarað? Af reynzlunni. Vér vitum að trúin veitir
oss hjálp eins áreiðanlega og vér vitum, að þegar vér göngum
til uppsprettunnar, þá getum vér fylt fötu með vatni. Þeirsem
eru einlæglega trúaðir hafa þá meðvitund að sér veitist hið góöa
einhvern vegin sem svar við bæn sinni. En vér verðum að
muna, að trúarleg reynzla getur ekki gefið oss skýlausan sann-
leika, aðeins skynsemin getur gert það. Trúarleg reynzla getur
ekki gefið oss skýlausan sannleika um heiminn, manninn ogguð.
Rannsókn, vísindi eða heimspeki verða að gera það, en trúin
getur sýnt oss veginn til hins góða og hjálpræðisins. I þessari
reynzlu virðist sem veggnum, er aðskilur hið mannlega og guð-
lega, sé sópað í burtu og að flóðalda komi inn, sem fyllir sálina
með nýju ljósi, nýrri viðkvæmr.i og nýju hugrekki. Þessa fyll-
ing sá'.arinnar nefnum vér komu hinsguðlega, án þess að þykjast
þekkja guð nákvæmlega. Meira að segja, það er ekki ávalt
nauðsynlegt að trúa á guð til að finna veginn til guðs.
Vér vitum aðeins að það er uppörfun í þessari snertingu,
áhrif, sem jafnvel þegar vér þreifum fyrir oss í myrkri undir yfir-
boröi mannlífsins, gefa oss ljós, kraft og einlægni framar öllu
öðru, þegar verk og skylda eru fyrir höndum.
I þessari reynzlu er engin lítilsvirðing ytri gæða. Heilsa,
fegurð, kunnátta, kraftar, jafnvel fé og staða eru stundum ómet-
anleg gæði. En maður getur haft alt þetta og verið óhamingju-
samur, tnann getur skort það alt og verið hamingjusamur, því
til þess sem leitar kemur það sem hinn sanntrúaöi maður kallar
áhrif hins guðlega, kraftur, setn er meiri en hann sjálfur, sem
breytir eyðimörk hans í garð skreyttan fögrum blómutn. Engin
sorg, enginn missir mun verða honum óbætanlegur; hrygð hans
getui verið eins og svartnættið, sem hylur hann, en út við sjón-
deildarhringinn skín stjarna vonarinnar.