Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 25

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 25
HEIMIR 265 þeir ættu að vera; þeir eru bara smiöur og kaupmaður. Það má vel vera að þeir séu það að upplagi; hagleiksnáttúra annars og hagsmunaleg hyggindi hins hafa máske knúö þá inn í þessar stööur. En þeireru meiraen þetta að upplagi, þeir, eins og aðrir, hafa upplag til að vei-a menn meö margháttaðri hluttöku í mann- lífinu umhverfis þá. Einhliöa rækt viö eina hliö v.pplags síns hefir gert þá þröngsýna jafnvel blinda fyrir öllu ööru. Hún hefir svo að segja myndað utan um þá skel, sem þeirsjálfir ekki kom- ast út úr og sem varnar öörum frá að þekkja manninn sjálfan. Vér þurfum ekki lengi að leita til að finna fólk meö þessari atvinnu-skel; það er alstaðar, og það er dauðans leiðinlegt fólk. Að vísu er mörgum, þegar allar kringumstæður eru teknar til greina, vorkunn, því þaö er ekki eingöngu þeim sjálfum að kenna, að skelin hefir myndast utan um þá. En ástand þeirra er jafn óæskilegt eigi að síður. Raunalegast af öllu er þó, að sjá ung- linga í þessu ástandi. Eg á ekki við, að það sé raunalegt að ung- lingarnir venjist snemma á að vinna og sjá fyrir sér sjálfir, það er oft og einatt þeim sjálfum bezt. En það er raunalegt að nokkuri vinnu, hversu mikil sem þörfin er, skuli vera leyft að leggja. svo undir sig líkama og sái unglingsins, að það komi í veg fyrir eðlilegan þroska. Hver sá maður eða kona, sem í þetta ástand kemst, hefir tekið ranga stefnu. Og það er mjög hætt við aö inenn taki þessa stefnu, án þess að veita því nokkra eftir- tekt sjálfir. Það er aðeins eitt ráð til að koma í veg fyrir það, og það er, að hugsa um fleira en atvinnuna, taka þátt í fleiru og skapa sér víðtækari sjóndeildarhring. Menn hafa jafnan ímyndaö sér, að hvergi væri jafn auðvelt að taka ranga stefv.u og villast út af hinum rétta vegi og í sain- bandi við skemtanir og lífsgleði. Það sem kann að vera satt í þessu er sprottið af algerðum misskilningi á því hvað skemtanir ættu að vera, ogþar af leiðandi af misbrúkun þeirra. Enginn maður getur stöðngt gefið sig við hinu sama án þess aö þreytast og finna til löngunar til að breyta um. Líkami vor krefst þess ósjálfrátt, að hafa allar þær hreyfingar, sem eru hon- um eðlilegar. Alveg eins er oss ómögulegt að vera í sama hug-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.