Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 15

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 15
HEIMIR 255 hafi aldrei horfiS heim aftur, og aSþeir, sem komu hafi komiö smám saman. En hvaö sem því líöur gat ekki hjá því fariö, aö útlendur hugsunarháttur og útlend þekking bærust inn í landiS. Þessi útlendu áhrif urSu eSlilega til þess aS rýmka um hug- sunarhátt manna á margan hátt, og þau fóru stööugt vaxandi þar til á gríska tímabilinu, eftir aS Alexander mikli lagSi undir sig öll Austurlönd um 330 f. K., þá urSu þau svo mikil, aS viss hluti þjóöarinnar reyndi á allan hátt aS semja sig aö grískum háttum, og þegar tímar liSu fram var þjóSerninu stórhætta búin af þessu, Undir þessum útlendu áhrifum varS til ný tegund af bók- mentum, áSur óþekt á meSal GySinga, vizkubækurnar svo nefndu. Af ritum þeim, sem tilheyra þessari tegund bóka eru aS minsta kosti tvö í gamla testamentinu. OrSskviSirnir og Prédikarinn. Nokkrir fræSimenn telja einnig Jobs bók og nokkra af Sálmun- um til þeirra. AS efni og búningi til eru rit þessi all-ólík bæSi spámannabókunum og lagaritunum. Höfundar þeirra hafa ekki trúarhita þaim, sem einkennir spámennina, og þeir hafa heldur ekki mikinn áhuga fyrir þjóSlífinu og þ'ví sem því til- heyrir. Málefnin, sem þeir ræSa um eru almennara eSlis en trú- mál og þjóSarádeilur þær, sem fylla bækur spámannanna fyrir herleiSinguna; þau eru siSferöis—og heimspekislegs eSlis í al- mennum skilningi. Reglur fyrir daglegri breytni mynda meiri hlutann af siSferSiskenningum þessara höfunda, og þeir reyna aS grundvalla alt siSferSi á vizku. Þettaerheimspekisleg, skoS- un, sem hvergi finst í hinum eldri ritum og sýnir berlega útlend áhrif á andlegt líf þjóSarinnar. Þegar GySingar fóru aS kynnast grískri þekkingu, þá vöknuSu þeir til umhugsunar uin hinar al- mennu ráSgátur mannlífsins. ÞjóSar þröngsýniS, sem áSur var mjög rótgróiS hvarf smám saman hjá hinum vitrari mönnum. Þeir fóru aS líta á mannlífiS og heiminn frá líkum sjónarmiðum og heimspekingar annara þjóSa, sem lengra voru komnar í menta- og menníngarlegu tilliti höfSu gert, þó reyndar sú viSleitni þeirra

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.