Heimir - 01.07.1910, Qupperneq 15

Heimir - 01.07.1910, Qupperneq 15
HEIMIR 255 hafi aldrei horfiö heim aftur, og aö þeir, sem komu hafi komiö smám saman. En hvaö sem því líöur gat ekki hjá því fariö, aö útlendur hugsunarháttur og útlend þekking bærust inn í landið. Þessi útlendu áhrif uröu eölilega til þess aö rýmka um hug- sunarhátt manna á margan hátt, og þau fóru stööugt vaxandi þar til á gríska tímabilinu, eftir aö Alexander mikli lagði undir sig öll Austurlönd um 330 f. K., þá urðu þau svo mikil, aö viss hluti þjóöarinnar reyndi á allan hátt aö semja sig að grískum háttum, og þegar tímar liöu fram var þjóöerninu stórhætta búin af þessu, Undir þessum útlendu áhrifum varð til ný tegund af bók- mentum, áöur óþekt á meðal Gyðinga, vizkubækurnar svo nefndu. Af ritum þeim, sem tilheyra þessari tegund bóka eru aö minsta kosti tvö í gamla testamentinu. Orðskviöirnir og Prédikarinn. Nokkrir fræðimenn telja einnig Jobs bók og nokkra af Sálmun- um til þeirra. Að efni og búningi til eru rit þessi all-ólík bæöi spámannabókunum og lagaritunum. Höfundar þeirra hafa ekki trúarhita þann, sem einkennir spámennina, og þeir hafa heldur ekki mikinn áhuga fyrir þjóðlífinu og því sem því til- heyrir. Málefnin, sem þeir ræöa um eru almennara eölis en trú- mál og þjóðarádeilur þær, sem fylla bækur spámannanna fyrir herleiöinguna; þau eru siöferöis—og heimspekislegs eölis í al- mennum skilningi. Reglur fyrir daglegri breytni mynda meiri hlutann af siöferöiskenningum þessara höfunda, og þeir reyna aö grundvalla alt siðferöi á vizku. Þetta er heimspekisleg, skoð- un, sem hvergi finst f hinum eldri ritum og sýnir berlega útlend áhrif á andlegt líf þjóöarinnar. Þegar Gyöingar fóru aö kynnast grískri þekkingu, þá vöknuöu þeir til umhugsunar um hinar al- mennu ráðgátur mannlífsins. Þjóöar þröngsýnið, sem áöur var mjög rótgróiö hvarf smám saman hjá hinum vitrari mönnum. Þeir fóru að líta á mannlífiö og heiminn frá líkum sjónarmiöum og heimspekingar annara þjóöa, sem lengra voru komnar í menta- og menníngarlegu tilliti höföu gert, þó reyndar sú viöleitni þeirra

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.