Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 34

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 34
274 H E I M I R hafði iðrast sendi Jahve dóhiarh, leiðtoga, sem frelsaöi þjóöina. Þjóðin hlýddi þá Jahve og tilbað hmn á meöan dóinarinn liföi, en þegar hann var fallinn frá sökk hún altaf niöur í hjá- guðadýrkun og óhlýðni aítnr, og var refsað og frelsuð úr höndum óvinanna enn á ný. Fráhvarf, hegning, iðrun, frelsun og frá- hvarf aftur er hringferð viðburöanna, sauikvæmt skilningi deúter- ónórniska útgefandans í\ sögunni. Urngeröin, sein hann setur hverja sögu í, erhin sama upp aftur og aftur, Tilgangurhans er að sýna, að á með.in fólkið tilbað Jahve naut þaö velgengni og friðar, en undir eins og þaö fór að tilbiðja aðra guði var þaö undirokað af öðrum þjóðum. Þetta er nákvætnle^a sama skoðunin og skilningurinn á sögunni og sá sem kemur í )jós í fimtu bók Móse (deuteronomium, hin önnur lög) og sem varö til á síðari hluta sjöundu aldar f. K. þá myndaöist allsterk umbótahreyfing á stjórnarárum Jósía nokkru fyrir 620. Deuterónómiska útgáfan byrjar meö 2 kap. 6 versi- Það sem á undan ertilheyrir að réttu lagi ekki bókinni sjálfri, heldur hetir a.ð líkindum veriö bætt viö hana síðar. I fyrsta kap. er í stuttu máli sagt frá sigurvinningum hinna 12 kynkvísla. Sömu- leiðis er sa^t frá því, að hinir upprunalegu íbúar landsins hafi haldið áfram að dvelja í því með Israelsmönnum. Deuter- ónómiski formálinn byrjar með 2, 6. I honum er líklega tvær lýsingar af ástandinu í Israel að finna. Tvær orsakir eru gefnar, hvers vegna Jahve rak ekki hina eldri íbúa landsins úr landinu. Önnur sú, að hann hafi látið þá vera til að kenna Israelsmönn- um hernaðaríþrótt, hin, að þeir hefðu verið skildir eftir til að reyna Israelsmenn. Sami höfundurinn hefði varla gefið þessar tvær ástæður, né sett fram hugmynd sína um þýðingu sömu sögulegu viðburðanna tvisvar. Sögurnar, sem fylgja formí'lanum, kap. 3, 7—16, 31 eru hinar verulegu dómarasögur. I sögunum af Barak og Gídeon eru tvær mismunandi frásagnir, en viðburðirnir þeir sömu; í öðrum, eins og í sögunni af Ehúð er all-gagnorða og ljósa frá- sögu að finna. Sasjan af fyrsta dómaranum Otníel sýnir aðeins aðferð deuterónómiska útf;efandans, og má því vel vera að hún

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.