Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 46

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 46
286 HEIMIR af sér hattinn og hengdi hann upp. En augu móðurinnar höfðu vakið upp mótstööuna, sem var í henni sjálfri. Gagnstæðar tilfinningar brutust upp; hún vildi hylja það, hún vildi reyna aö ná sér aftur, hún hallaði sér þess vegna á bekkinn og sneri sér til hliðar, og rétt á eftir lagðist hún endilöng niöur á bekkinn. Eftir litla stund heyrði móöirin að hún grét og sá það líka á hreyfingunum á bakinu á henni. Rétt á eftir fann dóttirin bera hendi móður sinnar undir höfðinu á sér. Hún skaut undir það svæfli. Þetta gjöröi henni hughægra; að finna aö móðirin vildi, að hún svæfi—Þaö eitt var svo gott. Já, hún var hræðilega syfjuð. Og eftir fáeinar mínútur var hún sofnuð. Alþjóðaþing frjálstrúarmanna. Alþjóðaþing frjálstrúarmanna, sem haldið var í Berlí" á Þj'skalandi í ágúst síðastliðnuni, er hið fimta þesskonar þing sem únítarakyrkjan á Englandi og í Ameríku hefir staðið fyrir. Þetta þing, eins og öll hinna, er að mestu ieyti sótt af únítörum, þó einnig hafi mætt á þeim frjálslyndir menn frá ýmsutn öðruni trúflokkum. Mr. Charles W. Wendte, sem er launaður embætt- ismaður Ameríska Únitarafélagsins, hefir verið skrifari þinganna og haft á hendi allan undirbúning þeirra. Það þykir rétt að taka þetta fram hér, vegna þess að hvorki síðustu "Breiðublik" né önnur íslenzk blöð. sem um þingið hafa getið, hafa tekið fram með einu Orði undir hverra umsjón og fyrir hverra forgöngu þingið er haldið, Slík ónákvæmni í fréttum er vítaverð, vegna þess að hún getur orðið orsök til misskilnings; en tfalaust er hér um þekkingarskort að ræða. Annars verður að geta þess sem gert er, hver sem hlut á að máli. Heimir vonar að geta skýrt nánarfrá gjörðum þingsins næst.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.