Heimir - 01.07.1910, Síða 46

Heimir - 01.07.1910, Síða 46
286 HEIMIR af sér hattinn og hengdi hann upp. En augu móöurinnar höföu vakiö upp mótstööuna, sem var í henni sjálfri. Gagnstæöar tilfinningar brutust upp; hún vildi hylja þaö, hún vildi reyna aö ná sér aftur, hún hallaöi sér þess vegna á bekkinn og sneri sér til hliöar, og rétt á eftir lagöist hún endilöng niður á bekkinn. Eftir litla stund heyrði móöirin aö hún grét og sá þaö líka á hreyfingunum á bakinu á henni. Rétt á eftir fann dóttirin bera hendi móður sinnar undir höföinu á sér. Hún skaut undir þaö svæfli. Þetta gjörði henni hughægra; aö finna aö móðirin vildi, aö hún svæfi—Þaö eitt var svo gott. Já, hún var hræðilega syfjuö. Og eftir fáeinar mínútur var hún sofnuð. Alþjóðaþing frjálstrúarmanna. Alþjóöaþing frjálstrúarmanna, sem haldið var í Berlín á Þýskalandi í ágúst síðastliönum, er hiö fiinta þesskonar þing sem únítarakyrkjan á Englandi og í Ameríku hefir staöiö fyrir. Þetta þing, eins og öll hinna, er aö mestu leyti sótt af únítörum, þó einnig hafi mætt á þeim frjálslyndir menn frá ýmsum ööruni trúflokkum. Mr. Charles W. Wendte, sem er launaöur embætt- ismaður Ameríska Unitarafélagsins, hefir veriö skrifari þinganna og haft á hendi allan undirbúning þeirra. Þaö þykir rétt aö taka þetta fram hér, vegna þess aö hvorki síðustu “Breiðublik” né önnur íslenzk blöö. sem um þingið hafa getiö, hafa tekið fram meö einu oröi undir hverra umsjón og fyrir hverra forgöngu þingiö er haldið, Slík ónákvæmni í fréttum er vítaverð, vegna þess aö hún getur oröiö orsök til misskilnings; en tfalaust er hér urn þekkingarskort aö ræöa. Annars veröur aö geta þess sem gert er, hver sein hlut á að ináli. Heimir vonar aö geta skýrt nánar frá gjöröum þingsins næst. ^

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.