Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 21

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 21
HEIMIR 261 eru orönar of flókið vandamál til þess aö þær geti fullkomlega uppfylt þarfir fólksins, virðist loftfarið vera í alla staði eðlileg framför. Vér hljótum ekki aðeins að hafa meiri fæðu til að flytja, heldur verðum að finna aðferð til að flytja hana þannig, að almenningi með vanalegu kaupi veitist ekki erfiðara að veita sér hatia. "Aftur til náttúrunnar" var fyrsta sporið í þessari miklu hreyfingu til jafnaðar og sarnvinnu. Það er ómögulegt að sjá fyrirfram með vissu hvaða áhrif á lyndiseinkenni þjóðarinnar breytingin í framleiðslu fæðunnar niuni hafa, en eitt verðum vér að athuga, nefnilega að verð- hækkunin á korntegundum og ávöxtum í matvæla-framleiðslu Bandaríkjanna um síðastliðin 25 ár hefir verið í jurtafæðunni ; nýjar tegundir og endurbættar hafa komið í ljós hvervetna. Árið 1930 verður breytingin orðin að reglulegri umbiltingu. Mr. Burbank á starfsbræður alstaðar, sem eru að breyta því sem er lítils virði í það sem er nytsamt. Vér höfutn ennþá varla snert auðsuppsprettur vorar í þessa átt. En á meðan hefir kjötfæðan á borði almennings farið minkandi. Það er enginn vegur að auka kjötbirgðirnar fyrir almenning nema með ræktun alifugla og héra. Ameríska þjóðin verður bráðum að gera sig pnægða með ávexti og hnetur, egg, mjólk, hunang og korntegundir. Að breyta alþýðumentun vorri meira í áttina til iðnaðar er spursmál samhliða hinum. Það verður að kenna unglingunum fullkomnari skilning á vísindalegri framleiðslu og hagfræði. Vér höfum að minsta kosti eitt hundrað milljón ekrur, sem verður að bæta við hið ræktaða land vort með vatnsveitingum. Öðru eins verður liklega bætt við án vatnsveitinga. Drögum frá tvær milljónir af ónýtanlegu þurlendi, og fimrn hundruð milljónir fyrir skógrækt, og vér verðum að leggja undir ræktun rimm hundruö milljónir meira, til að geta uppfylt þarfir vaxandi fólksfjölda; og skólarnir verða að vera undirstaða þessarar hreyfingar. Breytingin í áttina til þessarar tegundar af mentun hefir verið mjög hraðfara. Ariö' 1930 veröur klassisk mentun víötæk og óbundin, en hún tilheyrir þá mönnum, sem leggja sérstaka stund á hana. Þá rnun sú aðferð, aö láta pilta og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.