Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 16

Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 16
256 HEIMIR væri altaf mjög takmörkuö. ProfessorToy viö Harvard háskól- ann segir, aö vizkubækurnar “megi kallast hebresk heimspeki fyrir daga Fílós”.* Orðskviöirnir, sem kendir eru viö Salómó er ein elsta bók- in af vizkubókunum. Bókin skiftist sjálfkrafa í nokkra parta, sem eru svo ólíkir, aö þaö er mjög ólíklegt aö þeir séu allireftir sama höfund. P'}7rsti parturinn 1—9 kap. er lof um spekina og siðferðislegar áminningar. Faöir er látinn tala viö son sinn og áminna hann urn að leita spekinnar og vanda breytni sína. I 8 kap. er talaö um spekina. sem persónulega tilveru, er hali veriö til hjá guöi frá upphafi heiméins. Næsti hlutinn 10—22, 16 kap. hefir stuti og kjarnyrt spakmæli um ýmislegt inniaö halda. 22, 17—24, 22 er einnig spakmæli lík hinum fyrri, en ööru vísifram sett. Síöustu tólf versin af 24 kap. eru heild út af fyrir sig. Næstu fimm kapítularnir 25—29 líkjast öörum hlutanum 10—22, 16 hvað framsetningu spakmælanna snertir, og voru aö líkindum upprunalega sérstakt rit. 30 kap. er nefndur orö Agúrs Jakeson- ar. Nafniö er meö öllu óþekt. Þessum hluta er skift niöur í smærri kaíia, sem hver um sig hafa nokkur spakmæli inni aö halda. 31 kap. 1—9 er nefndur orö Lemúels konungs, sem er einnig aö ööru leyti óþekt persóna. Þessi vers eru áminningar, sem móöir konungsins gefur syni sínum. 10—13 versiö af 3 1 kap. er endir bókarinnar, og það er lýsing af dygöugri konu, sem ekki stendur í neinu verulegu sambandi viö aöra hluta bókar- innar. Þessir hlutar, sem bókin eðlilega skiftist í, hafa auösjá- anlega veriö tcdcnir saman af einhverjum, er vildi koma þeim öllum í eina heild; og er álit margra, aö þes'si útgefandi hafi sjálfurritað fyrsta hlutann 1 — 9 kap. sem inngang til bókarinnar. Þessi skoöun er samt ekki viðtekin af öllum fræöimönnum, setn um bókina hafa ritaö. Samt munu flestir álfta nú að hún sé samsafn af nokkrum ritum eöa ritabrotum, sem í aöalatriöunum eru lík, en geta þó ekki hafa veriö rituö öll af sama höfundinum. * Gyðingur í Alexandríu á Egyptalandi, sem var uppi sarntíinis .Jesú og geröi sár inikiö far um aö royna aö sanna aö sömu skoðanir væri að finna í gamla testamentinu, og bjá grísku heimspekingunum.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.