Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 35
HEIMIR 275
sé alls ekki á rieinum sannsögulegum grundvelli bygS. í 4 og 5
kap. er tvöföld frásögn af undirokun Israelsmanna undir Jabín
konung í Hazór og dauSa Sísera herforingja hans; önnur frá-
sögnin er í bundnu máli, hin í óbundnu.
í kvæöinu e8a SigurljóSum Debóru, eins og þaö er nefnt,
er herferöinni á móti Sísera undir forustu Baraks lýst. Lýsingin
á viöburöunum, sem áttu sér staö og ástandinu yrirleitt er bæði
ljós og náttúrleg. Fræðimönnum ber saman um, aS í þessu
kvæöi sé hi8 elsta, sem til er af hebreskum bókmentum a8 finna.
í frásögninni í óbundna málinu, sem auðsjánlega er grundvölluö
á kvæSinu, má finna nokkrar minni háttar frábreytingar, en yfir-
leitt er hún þó eins og frásögnin í kvæSinu.
Sagan af Gídeon í 6—10 kap. er ákaflega fiókin. I henni
er efni, sem bætt hefir veriöviö eftir aö sagan sjálf varfullmynd-
uS. Fyrsti hluti sögunnar 6, 1 1—24 segir frá köllum Gídeons,
en næsti hluti, vers 25—33 stendur í engu sambandi við, og er
jafnvel gagnstæður því sem á undan er fariö. Síöan heldur
sagan áfram til kap. 8, 4, þar slitnar hún aftur, og frásögn, sem
ætti að vera fyrst í sögunni byrjar.
Sagan af Samson, Kap. 13—16 gefur miklu nákvæmari
lýsingu af söguhetjunni en nokkur hinna. Hún kemurekki eins
vel heiin viö skoöun deutorónómiska útgefans og hinar Hinn
vanalegi formáli og eftirmáli finnast a8 vísu, en sagan sjálf er
þýSingalaus fyrir tilgang þann sem lýsir sér í þeim. Sagan
tilheyrir aS líkindum hinum allra elstu munnmælum. Samband
þaS á milli Israelsmanna og Filisteanna, sem hún sýnir, bendir
á a8 hún sé mjög gömul.
Síöast í 3 kap. fyrst í 10 og seinast í 12 er, í fám orSum,
sagt frá 9 dómurum, sern nefndir eru smærri dómararnir. Ekkert
er sagt um nokkur hreystiverk í sambandi viS þá. Þess hefir
veriS getiS til, aS nöfnum þeirra hafi veriS bætt inn síSar, til aS
fylla út tímabiliö frá eyðimerkurförinni til musterisbyggingarinn-
ar, 480 ár.
Sagan af Míka í 17 og 18 knp er alveg sérstök. Hún kemur
engan vegin heim viS tilgang deuterónómíska útgefandans Frá
öSru sjónarmiSi skoSa8 er sagan samt sem áSur afar eftirtektar-