Heimir - 01.07.1910, Blaðsíða 27
HEIMIR 267
einhverju af honum í einhverjum félagsskap, þá er þao af því að
það dregst inn í hann ósjálfrátt með einhverjum öörum, ef þaö
annaðhvort les eða stundar einhverja íþrótt e5a list í tómstund-
um sínum, þá er það bara til aS eyða tímanum. Það herir engan
tilgang, ekkert markmið fyrir augum, til aö keppa að. Þetta
dugleysi smá drepur hæfileikana og gerir menn sjjóva og skeyt-
ingarlausa, jafnvel um það sem þeir þurfa nauðsynlega að vinna.
Það tæki of langan tíma að telja uppallarþasr myndir, sem þetta
dugleysi birtist í, en allir þekkja t. d. félagslíf, þar sem tveir eða
þrír ráða öllu og gera alt, en flestir setja geyspandi með hendur
í vösum og láta sig litlu skifta hvað fram fer. Og allir hafa séð
menn og konur ráfandi á torgum og gatnamótum, horfandi hug-
sunarlaust út í bláinn, eða breiðandi út hégómlegt umtal um efni,
sem eru gleymd næsta dag.
Alt þetta sinnuleysi og dáöleysi til að hafast eitthvað gagn-
legt aö, er vilhibraut, sem auðvelt er að villast út á, ef menn
ekki gæta stöðugt að sér. Það eru til ótal mörg ráð vifj því, ráð,
sem geta átt viö alla. Alt það sem menn geta gert til að merita
sig á einhvern hátt og leiða hæfileika sína í ljós, er ráð við því.
Hversu óendanlega mikla meira virði er ekki lestur einnar góðrar
bókar, eöa æfingin í að leika lag á hljóðfæri, heldur en margt af
því sem gert er sér til afþreyingar af fólki, sem gæti varið öllum
sínuin tíma vel.
Það mætti halda áfram að benda á margt fleira, sem getur
orðið að glapastigum, getur leit menn algerlega af þeim vegi,
sem þeir ættu að ganga sé ekki allrar varúðar gætt; en þetta
verður að nægja. Eg veit einhverjir muni segja, að það sé til
ónýtis að benda á þessar villugötur, ef vegurinn sjálfur, sem á að
gangast sé ekki sýndur. Menn eru vanir við þá legund af siðfræði,
sem segir nákvæmlega fyrir hvað megi gera og hvað megi ekki
gera. En það er með þá siðfræði eins og mörg lög, menn geta
fylgt þeim með mestu nákvæmni, án þess á nokkurn hátt að vera
gott o^ nýtila^t fólk Si siðfræ"5i, se 11 gildir fyrir fólk með
írelsi og me&vitund um aö þaö hefir lrelsi, sú siðfræöi, sem gildir
fyrir fólk með starfsþrótti og vilja til að beita honum, verður að
gera þetta: findu þina braut ogþitt ættunarvcrk sjálfur láttu