Iðunn - 01.01.1886, Side 8
2 Zacharias Topelius:
æ ákafari og gáskafyllri, en hitamollan liggur eins
töfrafjötur á öllu, svitinn drýpur af enni og kinn-
um, en enginn skeytir um það; jafnvel þeir, er
venjulega eru hinir stilltustu, verða örir og eins
og finna til svima; allt flýtir sjer að tæma í botn
hinn fleytifulla bikar gleðinnar, því hjá mönnum
fer að vakna smátt og smátt einhver óljós meðvit-
und um, að annars muni gleðinni bráðlega spillt,
að hver stundin, hvert augnablikið geti ef til vill
verið hið síðasta; allt sje á hverfanda hveli. —
Flugurnar bíta fastara, fuglarnir fljúga hraðara. það
er eins og öll náttúran sje komin að yfir-
suðu, en eitthvert feiknabjarg varni suðunni að
gjósa upp.
Bn allt í einu, þegar leikurinn stendur sem
hæst og gáskinn er kominn á efsta stig, þá blikar
við snögglega leiptur úr hinum koldimma skýflóka,
og þegar á eptir ríða þungar, hvellar drunur að
eyrum manna og stórir regndropar falla æ tíðara
og tíðara niður úr loptinu. — Danshringirnir rofna,
hönd sleppir hendi, gleðin og gamanið er flúið,
söngvarnir hljóðna — mannfjöldinn tvístrast í allar
áttir og hver einn reynir að bjarga sjer og skríða
í felur, til að forðast ofviðrið, er nú brestur á.
Ástandið við sænsku hirðina í byrjun ársins 1700
var eigi ósvipað þessu. f>að bólaði á dimmum
skýjaflókum allt umhverfis, og forvitrir menn hefði
vel getað þekkt jötunskugga Pjeturs hins mikla,
Rússa-csars, meðal skýflókanna í austri, en Her-
kúlesarkylíu Saxa og kreppta hnefa Jótanna með-
al skýbólstra þeirra, er skaut upp í suðri. En Karl
konungur var þá að eins seytján ára gamall og