Iðunn - 01.01.1886, Síða 9
3
Ljónið vaknar.
trúði því enn á eiða og sáttmála konunganna; og
aðvörunarrödd hinnar gráhærðu, margreyndu stjórn-
vísi, er eigi taldi þá sem tryggasta, kæmi þeir í
bága við hag konunganna eða geðþótta, var því
eins og hjáróma hljóð, er ljet illa í eyrum innan
um gleðióminn og glauminn við hirðina. — Hertog-
inn af Holtsetalandi hafði, ásamt konu sinni Hed-
vig Soffíu, orðið að íiýja ríki sitt undan ofsóknum
Dana, og leituðu þau hælis í höll Svíakonungs.
Hin unga hertogafrú gleymdi landfiótta sínum og
kórónúmissi í gleðinni yíir þvi, að vera nú aptur
komin til ættjarðar sinnar. Hún var eins og sól-
argeislinn, er smýgur gegnum skýjarofið rjett á
undan óveðrinu, og logagyllir í svip blett þann, er
hann fellur á; eins jók koma hennar á fjörið og
fegurðina við hirðina sænsku.
það dimmdi óðum í lopti og óveðrið færðist
nær. Priðrik IV. Danakonungur hjelt með lið sitt
suður á Holtsetaland, tók Gottorp herskildi og
settist um Tönningen. Hedvig Soffía harmaði
missi hallar sinnar, en brosið var þó aptur komið
á andlit henni áður en tárin voru al-þornuð, —
eins og sólskin á döggröku blómi.
Priðrik Ágúst, er nefndur var hinn sterki, kon-
ungur Saxa og Pólverja, og sagt var að gæti lagt
saman skeifu með annari hendi, eins og væri hún
pappírsblað, dró her saman við landamæri Lifiands,
on sendiboði hans við sænsku hirðina, Patkull að
nafni, gjörði allt það, er í hans valdi stóð, til þess
með fagurgala og smjaðurmælum að telja hirðinni
sænslm trú um, að þaðan væri engin ófriðar von.
1*