Iðunn - 01.01.1886, Page 10
4 Zacharias Topelius:
Hann hataði Svía, en unni fósturjörð sinni mjög
og beitti hvorutveggju á víxl til að espa alla gegn
Svíum, eu leyna þá sjálfa öllum þessum ráðagjörð-
um. — Hirðin sænska lifði andvaralaus í glaumi
og gleði.
Pjetur I. csar hafði á þessum tíma komið, ef
svo má segja, jötunöxlunum undir sitt risaveldi,
Rússland, og var nú að lypta því upp á herðum
sjer. Menntunar-andvarann vestan að hafði hann
látið leggja inn yfir eyðisljetturnar hinar miklu,
er þar vissu að, en hann hafði jafnframt mjög
fastan hug á því, að geta einhversstaðar náð til
sjáfar, þar sem sægolan væri heitari en sú er
lagði norðan af lshafinu inn yfir ríki hans. Lönd
hans náðu að vísu allt suður að Svartahafi, en
það þótti honum of langt burtu; hann langaði því
eingöngu til að vinna lönd við Eystrasalt. — Hann
safnaði því að sjer ótölulegum grúa liðs, og var
þar saman kominn óþjóðalýður úr öllum álfum
ríkis hans; hann gjörði litlu síðar samband
við Saxa í Birnan. — Karl konungur ljet efna til
bjarndýraveiða nálægt Kóngseyri.
þeir, er forspáir þóttust, sögðu: »Konungur vor er
sleginn blindni«. — En Karl konungur hafði ein-
ungis fyrir augum sjer eiðana og sáttmálana; eptir
þeim vildi hann fara; hann troysti þeim svo ör-
uggt, að hann sá eigi eða vildi eigi sjá neitt ann-
að en þá. |>að var einn góðan veðurdag snemma
í marzmán. árið 1700, að varðmannaflokkurinn
kom saman við Kóngseyri. — Iíonungur var kát-
ur og glaður, og Holtsetahertoginn, sem ávallt var
með honum, sagði honum af ótal kýmilegum veiði-