Iðunn - 01.01.1886, Page 12
6 Zacharias Topelius:
að það sjc gott að láta höndurnar einar skipta
við þá.
Útvegaðu okkur öllum góð barefli, tvö kvartil á
lengd, úr eik eða birki, eptir því sem fyrir bendi
er. Skipaðu hverjum á sinn stað og segðu þeim,
að þeir eigi að dusta rykið úr feldi Bangsa, ef þeir
annars ná til hans«. »Sá er góður«, muldraði Hörð-
ur í hálfum hljóðum. »Karl faðir haus var sann-
arlega full-harður í horn að taka, en þessi lætur
eins og hann sje viss um, að hann bíti engin
járn. Jæja; en þetta held jeg að endi með því, að
skollinn taki hann nú innan skammsu.
Bangsi var nú flæmdur úr bæli sínu, og rudd-
ist hann þegar á netið. Hann jarðvarpaði á svip-
stundu þeim, er fyrst varð fyrir honum, en Gösta
Bertelsköld stóð næstur þeim, er fyrir birninum
varð, og laust hann björninn svo fast við eyrað
með barefli sínu, að Bangsi fjell í valinn og stóð
eigi upp síðan. Iíonungi misllkaði. »Nei«, sagði hann
við Bertelsköld. »Svona má það ekki ganga. þú ert
allt of stórtækur; fáðu þjer dálítið ljettara bar-
efli og reyndu svo að gæta skynseminnar og ætla
þjer dálítið af, þegar þú slær. — þessi drengur«
sagði hann við hertogann, »getur tekið fullorðinn
karlmann upp í annari hendi, án þess að beygja
handlegginn, þótt yður þyki það ef til vill ó-
trúlegt«.
Litlu síðar fundu þeir annað bjarndýr. Undir
eins og Bangsi kom fram úr bæli sínu, rigndi svo
yfir hann höggum og slögum, að hann svimaði og
datt, og fengu þeir bundið hann með lítilli fyrir-
höfn; konungi líkaði þetta eigi vel, og þótti þeir