Iðunn - 01.01.1886, Page 14
8 Zacharias Topelius:
urspeningi fyrir hreystilega framgöngu, ef siður
hefði verið í þá daga að veita þess háttar merki-
skildi sem heiðursteikn.
þrettán bjarndýr voru þeir húnir að vinna, og
höfðu eigi getað fundið fleiri. Konungur hafði
þegar boðið mönnum sínum að snria heimleiðis
aptur; en þá komu boð til hans um, að enn væri
fundið eitt bjarnarhýði hjer um bil mílu vegar frá
Kóngseyri. Konungur og menn hans sneru því
aptur út á skóginn, og var konungur hinn kátasti
vfir þessum bjarndýrsfundi. Menn hans ætluðu
nú, eins og vant var, að draga fyrir veiðinetin
kringum hýðið, en konungur hrópaði: »Burt með
netin. Við þurfum engin net«. — Menn hans
hlýddu honum þegar orðalaust. jpeir trúðu á ham-
ingju hans, því þeir höfðu opt sjeð hann treysta á
hana og aldrei sjeð hana bregðast honum, þótt
stundum hefði verið djarflega farið. þeir skipuðu
sjer nú í hring umhverfis hýðið og höfðu ekkert
vopn, nema barefii sín, og fremstur allra stóð
konungur sjálfur. það gekk stirt að ná Bangsa út
úr hýðinu. Hundunum var sigað inn í bælið og
löngum stjökum otað inn til Bangsa, en ekkert
dugði. Bangsi mölvaði stjakana, og þeir hundarnir,
sem næst honum gengu, komu út aptur með blóð-
ug trýnin. — Varð því loks að taka það til bragðs,
að svæla Bangsa út úr bæli sínu; voru þá bornir
grenikvistir og einir að hýðisdyrunum, og lagður
eldur í. — Nokkra stund heyrðu menn Bangsa
rymja dimman inni í bælinu, en að lokunum varð
honum þar eigi vært og sáu þeir trýni hans koma
fram úr liýðis-opinu; snuggaði hann sig all-ófrýni-