Iðunn - 01.01.1886, Síða 15
9
Ljónið vaknar.
lega og sogaði í sig loptið; því loptillt var orðið í
hýðinu, svo honum lá við að lcafna.
Bangsi ruddist ná fram, og var auðsjáanlega æfa-
reiður, enda var feldur hans hjer og þar farinn
að sviðna að mun. Hann skimaði ófrýnilega eptir,
hver það væri, er ljeki hann svo grátt, og rjett
eins og honum væri vísað á þann rjetta, æddi
hann beint að konungi. Yið hlið konungs stóðu
þeir Hörður, Arvid Horn, Bertelsköld oghertoginn,
en hina hafði konungur látið hörfa lítið eitt frá
áður en björninn kom fram úr bælinu. jpeir taka
nú karlmannlega móti Bangsa, en barefli Bertel-
skölds hrökk í sundur þegar við fyrsta högg. Kon-
ungur reiddi í annað sinn til höggs, og hrópaði
um leið: »Farið þið frá; ekki nema einn móti ein-
um«; en áður en höggið reið, hafði björnin náð til
konungs með hramminum og lostið hann á hægra
handlegginn, svo frakkinn rifnaði allur, en bareflið
fjell úr hendi hans. Með vinstri hendi þreif kon-
ungur bareflið frá Arvid Horn og æt.laði að leggja
til Bangsa, en áður en liann gat snúið sjer við,
hafði björnin varpað honum til jarðar. Hörður og
hertoginn snerust nú að Bangsa og tókst þeim
að fá hann til að sleppa konungi, en snúa í móti
þeim; á svipstundu mölvaði hann barefii þeirra,
bvo þeir stóðu slyppir uppi, en nú komu konungs-
menn að; áður en þeir næði til að ráða að Bangsa,
hljóp Bertelsköld vopnlaus undir björninn, þar
sem hann stóð upprjettur á apturfótunum, og tók
hann hryggspennu fyrir neðan hrammana, til þess,
eptir drengilegum sænskum og finnskum hreysti-
sið, að glíma við hann, og reyna þaunig, hver bet-