Iðunn - 01.01.1886, Page 17
11
Ljónið vaknar.
Bleða og prýðið iiann með grenikvistum og hítið
þeyta lúðrana. Svo skulum við halda til Kóngs-
eyrar. f>ar skal svo veizla haldin í minningu
þessarar veiðifarar, svo kostuleg, að þar hafi aldrei
áður verið slík haldin«.
Nú hjeldu menn til Kóngseyrar og var Bangsi
dreginn þangað i sigurför, með söng og hljóðfæra-
slætti; hann var buudinn, en mosa var brugðið
undir böndin, svo þau skyldi eigi meiða haun.
Pagnaðar- og gleðiópin linntu eigi alla leiðina, og
þyrptist lýðuriun að hvaðanæfa.
Konungur var glaður og ánægður, — ef til vill
ánægðari og glaðari en hann varð nokkru sinni
síðar eptir hinar blóðugu sigurvinningar sínar.
Sólin var að renna til viðar og síðustu geislar
hennar ljeku bjartir og fagrir um enni konungs.
það var gleði æskunnar, er með þessum geislum
sendi honum hina síðustu kveðju sína. því þenu-
an sama dag rann friðarsól hans til viðar, og kom
eigi upp framar meðan hann lifði.
A Kóngseyri var mikið um dýrðir. f>ar var
slegið upp kostulegri veizlu. Allt fólkið úr hin-
um næstu hjeruðum, konur jafnt sem karlar,
var þar saman komið, og var því óspart veitt.
Ymsar óljósar fregnir um styrjöld voru þd farnar
að berast út meðal alþýðu, og varð mönnum tíð-
rætt um þær, og spáði hver sínu. Einhversstaðar
hafði sjezt halastjarna, og blóði hafði rignt á Járnbera-
landi, og töldu menn það ills vita. Konu eina hafði
dreymt, að öll Svíþjóð væri þakin gulli og alsett
rósum, og þýddi hún það eptir sið draummanna á
gagnstæðan veg, sem fyrirboða sultar og eymdar.