Iðunn - 01.01.1886, Page 18
12
Zacharias Topelius:
Flestir voru þó fí því, að þýða ætti draum þennan
orðrjett eptir bókstaf hans og töldu Svíum vísan
sigurinn, þótt til ófriðar kæmi. þeir dáðust að
afli og hreysti Karls konungs og treystu þvf, að
hugprýði hans og hamingju væri enginn hlutur of
vaxinn, enda kom það fram síðar, að þessi skoð-
un hins ómenntaða bændalýðs reyndist sannari og
rjettari eu það álit, er stjórnvitringar Norðurálf-
unnar um þær mundir höfðu á Ivarli tólfta. Flest-
ir gjörðu sjer því vísar vonir um nýjar sigurvinn-
ingar og nýja frægð, og það var eins og þá óraði
fyrir því eimnitt þetta kvöld, síðasta kvöldið fyrir
ófriðinn, að þessar vonir mundu rætast.
Æskulýðurinn dansaði og gamnaði sjer í sal
einum stórum í höllinni og gekk konungur þangað
síðar með fylgdarliði sínu og var þar tekið með
miklum fagnaðarópum. Hertoginn var í för með
honum; hann hafði oröið lítið eitt sár á öðrum
fæti, en var þó hinn kátasti, og benti konungi með
ýmsum glensyrðum á hinar hlómlegu bændadætur,
er þar voru fjölmargar. Fyrir tilstilli liertogans
var það að líkindum, að menn höfðu tekið björn
þann, er sfðast var unniun og mesta hafði hreyst-
ina sýnt, og lagt lárviðarsveig um enni hans og
látið hann síðan á sleða þann, er hann hafði verið
færður á heim til Kóngseyrar; var síðan sleðanum
og Bangsa á houum ýtt inn í salinn, þar sem
dansað var.
Bngir af þeim, sem inni voru, vissu af þessu, og
varð þeim því mjög hverft við; sÖDgmennirnir
gleymdu að leika á hljóðfæri sín, og allir hopuðu
undan, svo að í miðjUm salnum varð autt svæði.