Iðunn - 01.01.1886, Page 19
13
Ljónið vaknar.
jpar stóð konungur og beið þess hálf-forviða, hvað
úr þessu ætti að verða og hvaða erindi björninn
ætti þangað. Valborg Eiriksdóttir hjet hin frfðasta
í flokki bændadætra; hún var kona mjúkvaxinn og
þó há, augun blá, en björt og eldfjörug. Hún
gekk nú fram, búin sem veiðigyðjan Díana, með
boga og örvar, og tók lárviðarsveiginn af enni bjarn-
arins og setti á höfuð konungi. IJm leið ávarpaði
hún konung í nafni dýrsins á þá leið, að með því
hann hefði borið sigur af þeirra fundi, seldi hann
konungi í hendur allt jarlsdæmi sitt, alla skóga
Norðurlanda, þar sem grenitrje og björlc yxi, og
yki þannig við ríki það, er hann hefði erft frá
forfeðrum sínum. — Konungur tók þessu vel, og
svaraði á þá leið, að hann vildi eigi svipta svo
voldugan og hraustan jarl þessu heiðursmerki, og
lagði um leið lárviðarsveiginn aptur á liöfuð birn-
inum; en þá tók hann eptir, að björninn var bundinn.
»Illa sómir það sigurvegaranum, að krýna óvin
sinn í böndum« mælti konungur; »því það er til þess
að smána hann og auka enn meir harm lians ylir
ósigrinum. Gakk og ver frjáls fyrir sakir hreysti
þinnar«. Aður en nokkur gat eður þorði að mæla
móti því, hafði konungur tekið upp tigilkníf sinn
og rist fjöturinn af birninum. þegar menn sáu það,
þutu allir f mesta ofboði á dyr. Konungur og
nokkrir af mönnum hans, er eigi vildu sýnast
hugdeigari en hann sjálfur, stóðu kyrrir, lögðu
hendur á meðalkaflann, og biðu þess með forvitui,
hvað Bangsi mundi til bragðs taka, þegar hann
fyndi, að hann væri laus. Svo var að sjá, som
Eangsa væri eigi mjög hugarhaldið að nota frolsi