Iðunn - 01.01.1886, Page 22
16 Zacharias Topelius:
hinn öruggasti aptur, þegar hann var sloppinn úr
kreppunni, sem hann hafði komizt í út af stúlk-
unni.
»Nei, herra greifi; jeg ætla að biðja yður að
geyma þær frjettir þangað til betur stendur á. I
dag hef jeg eigi tíma til að hlýða á neitt þess
háttar efni«.
»Yðar hátign verður að fyrirgefa«, svaraði greif-
inn; »málefni þetta er svo alvarlegt, að það má
enga hið hafa«.
»Fylgið mjer, herra greifi«, sagði konungur og
Ijet sem hann heyrði eigi; »við þurfum að fá okk-
ur einhverja hressingu. — Hörður, hvað líðurbjarn-
dýrasteikinni?«.
»Maturinn er tilbúinn, yðar hátign«.
Gengu menn nú inn í borðsalinn; matsveinar
konungs höfðu lagt sitt bezta fram, og svignuðu
borðin undir hinum ágætustu rjettum, en á miðju
borði var bjarnarhöfuð í heilu líki, prýtt blómum
og lárviðarsveigum; tóku menn nú að eta og
drekka. þegar á leið kvöldið og borð voru upp
tekin, drukku menn all-fast og var mjög glatt á
lijalla. Fuku kýmisögur og glettinyrði óspart um
borð og var hlátur mikill, og voru allir mjög kátir,
nema Piper greifi. Karl konungur leit opt til hans
og drakk honurn til, og mátti þá á svip hans lesa
hin fornu orð: »res severas in crastinum#, þ. e.
alvarleg störf skulu g9ymd til morguns. —
Loks stóð einn af mönnum konungs, Gyllembourg
að nafni, upp, og hóf upp kvæði um Karl kon-
ung og Díönu, og um »hinn fyrsta sigurvinning
Karls tólfta«, er hann svo nefndi. í því sló hall-