Iðunn - 01.01.1886, Page 24
18 Zacharias Topelius:
t>Saxar og Pólverjar halda með lið sitt inn á
Lifland. Plemming hefir tekið Kobrunn-vígið og
er farinn að skjóta á Kiga. Dahlberg greifi beiðist
hjálpar. Ófriðurinn er óumflýjanlegur«.
í því er greifinn sleppti orðinu, spýttist rauð
gusa, eins og blóð væri, yfir hvítan borðdúkinn.
Iíonungur hafði óvitandi kreist saman bikarinn í
hendi sjer, svo vínið spýttist yfir borðið. |>að var
eins og dimman mökk hefði dregið um enni hans.
|>etta voru heitrof og sáttmálasvik, og grið og sam-
vizka voru troðin undir fótum. Bn Karli konungi
varð eigi annað að orði, en að hann mælti þurlega
og alvarlega. »þ>jer segið það satt: ófriði verður eigi
hjá lcomizt«.
Síðan snýr hann sjer að hertoganum. þ>að var
eins og allur yfirsvipur konungs væri orðinn gjörsam-
lega breyttur, eins og stríðkað væri á öllum taugum
í andliti hans, og var svipur hans nú svo harðlegur,
alvarlegur og tignarlegur, að enginn hafði áður
sjeð hann því líkan. Hinn gáskafulli, gjálífi, fjörmikli
unglingur var horfinn á svipstundu, en í stað hans
komið heljarmenni það, er aldrei varð aflfátt, og
sem kom allri Norðurálfu til að nötra af ótta.
Hann sá nú fram á styrjöld þá, er hann átti fyrir
höndum, og sá, að hann átti rjett mál að verja.
»|>að er næsta kynlegt«, mælti hann, »að báðir
frændur mínir skuli fyrir hvern mun vilja hefja
ófrið. En það hlýtur svo að vera. Ágúst kon-
ungur hefir rofið heit sín og eiða, og fótum troðið
samninga vora. Yjer eigum rjett mál að verja, og
guð mun styrkja oss. Eg ætla fyrst að afljúka