Iðunn - 01.01.1886, Síða 26
20 Veðurspámar.
auðið var, til þess að varðveita sína dýrmætu »kon-
unglegu« heilsu; því undir henni og undir hraust-
leik hátignarinnar, sjálfs hans, áleit hann velfarn-
an alls ríkisins komna; því maðurinn var afar-
hrokafullur, þótt eigi þyrfti heimsku um að kenna;
hann var maður meinvitur og slægur mjög.
Einn dag síðla sumars hafði konungur látið
efna til glæsilegrar veiðifarar; hiti var mikill og
veður hið fegursta. Eins og altítt var á þeim
tímum, meðan hjátrúin var sem ríku3t, hafði Loð-
vík við hirð sína stjörnuspeking, er athuga skyldi
gang himintunglanna og spá fyrir um óorðna hluti
eptir afstöðu þeirra og gangi, og meðal annars
átti hann jafnan, þegar konungur þurfti eitthvað
út að fara, að segja honum með fullri vissu,
hvernig veðrið mundi verða meðan hann væri úti.
— Hann hafði nú, eins og endranær, verið kvadd-
ur til að spá fyrir um veðrið þennan daginn, og
hafði hann þá hiklaust sagt, að veðrið mundi
verða hið fegursta allan daginn; það hefði hann
sjeð ljósu letri skráð í stjörnunum um nóttina. —
Eeið konungur svo með fylgdarliði sínu út á skóg
þann, er veiðiförinni var heitið til; en þegar hann
var kominn rjett út í skógarbrúnina, mætti honum
bóndamaður einn, og var það á öllu auðsjeð, að
hann var einn af þeim, er þá atvinnu stunduðu,
að gjöra til viðarkola þar 1 skóginum; hann rak á
undan sjer asna sinn og var hánn klyfjaður viðar-
kolum. Konungi þóttu aðfarir manns þessa næsta
kringilegar, því hanu keyrði asnann áfram með
þvílíkri ákefð, að það var svo að sjá, sem mann-
inum lægi fjarska mikið á, eða eitthvert ofboð væri