Iðunn - 01.01.1886, Page 27
Veðurspárnar. 21
á honum. »Heyrðu, karl« — hrópaði konungur —
“hvaða ósköp þarftu að flýta þjer. J>ú mátt ekki
fara svona illa með asnann þinn; þú mátt ekki
herja hann svona miskunnarlaust áfram«. — »Jeg
Má til að herða mig allt hvað lííið orkar, herra
c>inn«, svaraði kolakarlinn, »því annars verð jeg orð-
11111 holdvotur áður en jeg kemst heim til mín«. —
“Hvaða vitleysa; hann er allur heiðríkur; það sjest
hvergi ský á lopti«, mælti konungur. »Nei-nei«,
svaraði karlinu, »það er nú satt; en það verður samt
komið versta veður innan stundar; það er jeg viss
Um«. — »þekkirðu mig«? spurði konungur. — »Nei«
svaraði karlinn. — »Eg heiti Loðvík ellefti«. —
Karlsauðurinn fleygði sjer á knje. — »Hvar áttu
heima?« — »Hjerna í næsta þorpi«, svaraði karliun.
'Jeg get sagt þjer það«, mælti konungur, »að það
verður bezta veður í allan dag. Stjörnuspekingur-
Jun minn, sem er þul-lærður maður, hefir sagt mjer
Þ&ð, svo þjer er öhætt að trúa því. þú þarft
Þess vegna ekki að flýta þjer svona mikið; þjer er
alveg óhætt að lofa asnanum þínum að lötra heim
rjett í hægðum sínum«. »Herra minn!« svaraði
holakarlinn, »jeghefi sjálfur hjá mjer spámann, sem
o-ldrei hefir brugðizt mjer enn, og hann hefir spáð
á allt annan veg«. — »Bölvaður karlinn er erkiflón«
8agði konungur í bræði og þeysti burtu með sveit
Sloni; en þegar hann litlu sfðar leit aptur til að
8Já, hvað af þeim hefði orðið, asnanum og karlinum,
Þá sá hann, að karl var kominn langt burtu og
heyrði asna sinn engu vægilegar en áður.
Konungur gaf sig eigi að því og byrjaði nú
veiðarnar, og skemmtu menn sjer vel.