Iðunn - 01.01.1886, Page 30
24 Veðurspárnar.
kátur yfir þessari óvæntu hamingju, sem hann átti
asnaDum sínum að þakka.
Skömmu eptir að karl var farinn, setti að kon-
ungi afar-mikla hnerra, og með því að hann hjelt,
að hann væri að verða veikur, og skoðaði hnerr-
ana sem illan fyrirboða annars verra, þá ýfði þetta
enn meir reiði hans. — »01ivier«, kallaði hann.
Skeggrakari hans og trúnaðarvinur kom inn.
Hann var maður ófríður og illilegur, með ógeðs-
legum Júdasarsvip, og skein illgirni og hræsni á öllu
útliti hans. — »01ivier, hefur þorparinn hann Ambró-
síus, stjörnuspekingurinn, verið fluttur í turninn og
lagðir á hann fjötrar, eins og jeg skipaði í gær«?
spurði konungur. — »Já, yðar hátign; hann hefur
verið settur í dimmasta fangaklefann«, svaraði rak-
arinn. — »þ>að er gott«, svaraði konungur; —
»komdu með hann hingað, en sæktu böðulinn um
leið«. »þ>að skal eg gjöra, yðar hátign«, sagði rak-
arinn, og gekk burtu til að framkvæma skipan kon-
ungs. Að vörmu spori kom böðullinn; hann var
rauðklæddur og hjelt á bitru saxi afarstóru í
hendinni. Konungur bauð honum að bíða í and-
dyrinu. Að lítilli stundu liðinni var stjörnuspek-
ingurinn leiddur inn í fjötrum. Mann-auminginn
var náfölur af ótta. Hann hafði komið auga á
böðulinn, sem beið í anddyrinu, og hann þekkti
svo vel skapferli Loðvíks konungs, að hann þóttist
mega ganga að því vísu, hvers hann ætti von. —•
»Meistari Ambrósíus«, sagði konungur með mikilli
gremju; »með lygaspám þínum hefur þú fengið mig
til að vera á veiðum úti á skógi þegar sem verst
var veðrið. Hefði verndarengill minn — sje hon-