Iðunn - 01.01.1886, Page 34
28
Mark Twain:
fá tækifæri til að sýna hreysti sína, sumpart heið-
ursins vegna, og sumpart af því, að laun lans voru
mjög rýr og það jafnvel í samanburði við laun ann-
ara embættismanna í fylkinu, og voru þau þó öll
sannarlega hin mestu hungurbrauð. — Menn verða
einnig að hafa það hugfast, að í þá daga litu allir
þeir, er uin lengri tíma höfðu haft aðsetur í hin-
um nýmynduðu vesturfylkjum, smáum augum á
alla aðkomumenn austan að, og aumkuðu fáfræði
þeirra og vanþekking á öllum landsháttum, en
voru þeim að öðru leyti hollir og vingjarnlegir; en
ef einhver af þessuin nýsveinum sýndi sig í því, að
vilja leggja stein í götu einhvers hinna þraut-
reyndu frumbyggja þar, þá gáfu þeir honum ein-
hverja ráðningu, og það bar þá stundum við, að
þeir gjörðu nokkurs konar samsæri sín á meðal til
að gjöra sökudólginn að allra athlægi.
f>að var snemma morguns einn góðan veðurdag,
að maður kom ríðandi inn í bæinn Carson; það
var auðsjáanlega asi á honum, því hann reið gegn
um bæinn eins hart og klárinu gat komizt. það
var Dick Iívde. Hann stöðvaði hestinn fyrir utan
húsdyrnar hjá Buncombe hershöfðingja og æddi
inn, án þess í ofboðinu að tylla hestinum sínum.
Hann sagði hershöfðingjanum frá, að hann ætlaði
að biðja hann að flytja fyrir sig mál, og bætti því
við, að hann skyldi borga honum 500 dollara, ef
hann ynni fyrir sig málið. Með voðalegu írafári
skýrði hann síðan hershöfðingjanum frámálavöxtum,
og ragnið og formælingarnar flutu jafnframt af
munni hans sem bólginn árstraumur.
Hann sagði, að það væri öllum kunnugt, að hann