Iðunn - 01.01.1886, Page 36
30
Mark Twain:
f>arna komu í háa lopti heilir trjestofnar, spýtna-
hrot, þrumur og eldingar, hagl og snjór, rifrildi af
heytorfinu, búsgagnabrot og alls konar ódráttur, með
þeim voðalegasta reykmekki, svo jeg hef aldrei
þvílíkt sjeð. — Trjen höfðu endaskipti í loptinu,
jarðföst björgin hoppuðu þúsund fet upp í loptið
og splundruðust í tíu miljón agnir. Fjenaðurinn
umhverfðist, svo innýflin vissu út, en skottin fram,
og innan í allri þessari skelfingu og eyðileggingu
sat bjeaður þrællinn hann Morgan á heygarðs-
horninu sínu og var að furða sig á því, að jeg
skyldi ekki sytja kyrr á mínu landi til að verja
honum það. — Verið þjer í eilífri náðinni, bless-
aðir verið þjer; jeg tókst á lopt af hræðslu, og
flýði í mesta ofboði og leit ekki við fyr en jeg var
kominn langt út fyrir landamerki.------------En það
eitt svíður mjer mest, að það er enginn vegur að
þoka þessum bjeuðum Morgan eitt fet á burtu. —
Hann segir, að það sje sín jörð, og að hann ætli
að halda henni, og að honum lítist langt um bet-
ur á hana núna, heldur en þegar hún lá hærra
í hlíðinni. — Hvort jeg er argur út úr þessu? —•
Jeg hef verið svo vankaður af vonzku, að jeg hefi
ekki ratað hingað til bæjarins, en verið í þrjá
daga að ráfa um hjerna í byggðarlaginu, og er nærri
dauður úr sulti. — Getið þjer ekki gefið mjer of-
urlítið að drekka? — Já, en nú er jeg hingað kom-
inn og nú ætla jeg að fara í mál. Skiljið þjer
mig?«
það hefir víst aldrei neinum manni orðið heitara
um lijartaræturnar, en Buncombe varð nú. Iíann
sagðist aldrei á æfi sinni hafa heyrt getið um