Iðunn - 01.01.1886, Síða 40
34
Mark Tvain:
sneri hann aptur í sæti sitt, settist niður og hóf
upp ræðu sína af mikilli alvöru.
#Heiðruðu áheyrendur! Bg finn vel til þess,
hversu þung ábyrgð á mjerhvílir í dag. Mál það,
er lagt hefir verið undir úrskurð minn, er eigi
neitt barna meðfæri. það er þvert á móti lýðum
ljóst, að þetta er einhver hinn hátíðlegasti og mikil-
verðasti atburður, er nokkur maður hefir nokkru
sinni verið kvaddur’ til að segja álit sitt um. Hátt-
virtu herrar! Bg hefi með ánægju hlýtt á vitnaleiðslu
þá, er fram hefir farið, og hefi tekið eptir því, að
hún hefir ljóslega, mjög svo ljóslega stutt málstað
kærandans, Hydes. Jeg hefi sömuleiðis með dýpstu
athygli og mikilli ánægju hlýtt á athugasemdir
hinna lögfróðu meðbræðra vorra, er talað hafa, og
skal eg sjerstaklega nefna hinn meistaralega og
óhrekjandi röksemdaleiðslu, er göfugmenni það, er
málið flytur af hendi kæranda, hefir nýlega borið
hjer fram. Bn háttvirtu tilheyrendur; — vjer
verðum vel að gæta vor, að vjer eigi á svo hátíð-
legri stundu, sem þessi er, látum hugi vora stjórn-
ast af mannlegum vitnisburðum einum, af mann-
legri rökfimi og eingöngu mannlegum hugmyndum
um rjettlæti og sanngirni. Heiðruðu herrar! það
mundi illa sitja á oss, aumum jarðarmöðkum, að
fara að reyna að sletta oss fram í ráðsályktanir
forsjónarinnar. — Mjer er það full-ljóst, að forsjón-
in hefir af sinni óumræðilegri speki álitið það ein-
hverra orsaka vegna haganlegt, að flytja jarðeign
hins kærða. Vjer, hin aumu, umkomulitlu mann-
anna börn, verðum að lilíta örlögúm vorum. Og
úr því að forsjóninni hefir nú þóknazt að draga