Iðunn - 01.01.1886, Page 44
38
Bdmondo de Amicis:
Hinn frægi nautvígamaður Frascuelo var kominn,
og svo þeir Cuco og Calderon, og loks vantaði eng-
an; og eptir 3 daga átti þá atið að byrja. Marg-
ar þúsundir manna töluðu nú ekki um annað;
kvennfólkið dreymdi um leikhúsið, ráðgjafarnir
áttu ómögulegt með að hafa hugann við embættis-
störf sín, gamlir menn, sem höfðu leikið þessa list
fyr, rjeðu sjer varla, fátækir verkmenn hættu að
reykja smávindla sína, til þess að geta heldur
brúkað aurana á hátíðisdeginum.
Loksins kom aðfangadagur þessa mikla dags.
A laugardagsmorguninn (28. marz) fyrir birtingu
var farið að selja aðgöngumiðana í hvisi einu. Áð-
ur en opnað var, var þar þegar saman kominn
múgur og margmenni, sem æpti og kallaði, ýttu til
og hrundu hver öðrum; tuttugu hermenn með
marghleypum við belti sjer áttu fullt í fangi að
halda þeim í skefjum, og fram á rauða nótt var
þar sífelldur straumur af fólki að og frá.
Loksins rann upp hinn eptirþráði dagur. Leik-
urinn átti að byrja klukkan 3, en klukkan 12 voru
menn þegar farnir að streyma að iir öllum áttum.
Leikhúsið stendur yzt í útborginni Salamanca.
011 stræti að því voru troðfull af fólki, og í nánd
við það var mergðin líkt og í maurabúi. þangað
hjeldu sveitir af hermönnum og fjelög, og fóru
söngflokkar fyrir þeim' með söng; alstaðar gullu
við óp þeirra manna, sem voru að selja vatn eða
aldin; menn, sem voru að selja aðgöngumiða, voru
á hlaupum til og frá, og alstaðar var verið að
kalla á þá. Lyrir þeim er illa farið, sem ætlar
sjer nú fyrst að ná í aðgöngumiða; það kostar