Iðunn - 01.01.1886, Page 46
40
Edmondo de Amicis:
fyrir leikunum steudur, og stöku heldri maður,
sem mest er við haft. Hinum megin við ytri
girðinguna liggur steinrið upp að stúkunum; í
hverri stúku geta 2 eða 3 fjölskyldur komizt fyrir;
konungsstúkan er stór salur, og næst henui er
stúka borgarráðsins, og þar er horgmeistarinn eða
einhver í hans stað. Ráðgjafarnir og sendiherrar
hafa sínar stúkur, og hver velmegandi aðalsmaður
hefir stúku fyrir sig og sína. f>ar að auki eru
stúkur til leigu og er leigan fram úr hófi há. Öll
rúm á hverjum palli leikhússins hafa niuner.
Leikhúsinu er skipt í tvennt: sólarhliðina og
forsæluhliðina, og er miklu dýrara að vera forsælu-
megin; en fátæklingarnir þakka fyrir að fá að vera
sólarmegin. Inn á leiksviðið eru 4 hlið með hjer
um bil jafnstóru millibili; um eitt þeirra koma
toreros, um annað nautin, um hið þriðja hestarnir,
og um hið fjórða kemur kallari, sem tilkynnir
byrjun leiksins; það er beint niðri undir stúku
kóngsins; yfir nautahliðinu er eins konar pallur, og
þar á standa menn, sem blása á lúðra og berja
trumbur til þess að tilkynna dauða nautanna; and-
spænis þessum palli hinum megin við leiksviðið er
hermanna söngflokkur. Áður en leikurinn byrjar,
geta menn gengið niður á leiksviðið og allt um
kring í leikhúsinu. Menn skoða þá hestana, sem
eru byrgðir sjer inni í kví; flestir þeirra eiga að
deyja; menn gæta að dýflissunum, þar som nautin
eru innibyrgð, og liggja göng frá þeim út á leik-
sviðið; menn koma við í sjúkrastofunni, þangað
sem særðir nautvígamenn eru fluttir; svo er þar
og bænhús, þar sem messa er flutt, meðan á bar-