Iðunn - 01.01.1886, Page 48
42
Edmondo dc Amicis:
seru í öðrum Ieikhvisum. Allir œptu og kölluðu
hver d, annan og heilsuðu hver öðrum í ofsakæti.
Börn og konur æptu hæst, en jafnvel menn, sem
annars voru alvörugefnir, ljetu eins og unglingar;
æskulýðurinn hafði safnazt í hópa, 30 og 40 í hverj-
um, og æptu allir í senn og lömdu með stöfum
ofan í gólfið, til þess að minna borgmeistarann á,
að stundin væri komin. I stúkunum var sífelld
suða; og gegn um þennan ys og þys í mannmergð-
inni heyrðust köllin í mönnum, sem skiptu hundr-
uðum, og voru að bjóða appelsínur til kaups.
Hermanna söngflokkurinn söng og spilaði, nautin
öskruðu, og mannstraumurinn, sem þrýsti að utan
að, var með skrölti og gauragangi, svo að menn
gat næstum svimað af öllu þessu; áður en leikur-
inn byrjar, er rnaður orðinn þreyttur, utan við sig
og tilfinningalaus. Allt í einu heyrðist ópið: #Kóng-
urinn«. Konungur var kominn; hann kom 1 vagni,
er fjórir hvítir hestar gengu fyrir, og var vagn-
stjóri hans og þjónar í tígulegum búningi frá And-
alúsíu. Gluggarnir í konungsstúkunni voru nú
opnaðir og konungur kom inn með hóp af ráðgjöf-
um, hershöfðingjum og hirðmönnum; drottningin
var ekki með; »því var við að búast«, sögðu menn;
það var auðvitað, að hún væri hrædd við þennan
leik; en kóngurinn? Hann gat náttúrlega ekki set-
ið heima; hann var allt af vanur að koma þar, og
það var altalað, að hann hefði mætur á nauta-ati
ekki síður en hver annar sannur Spánverji.
Svo var byrjað. Jeg skal aldrei gleyma þeim
hryllingi, sem greip mig f þessu bili. það var