Iðunn - 01.01.1886, Side 49
43
Nauta-at á Spáni.
blásið { lúðra, og 4 leikhúsþjónar komu ríðandi inn
dyrnar undir konungsstúkunni; þeir höfðu hatt
íl höfði naeð fjaðurskúfi og voru í stuttri svartri
hápu og háum stígvjelum og girtir sverði; þeir
r]ðu hægt í kring um leiksviðið; þá fóru allir burt
Þaðan, sem enn voru að skoða sig um, og leituðu
sæta sinna. Síðan var leiksviðið autt um augna-
klik. Reiðmennirnir námu staðar tveir saman sínir
hvorum megin við hliðið, sem andspænis var kon-
Ungsstúkunni, og enn þá var lokað. þangað ein-
hlíndu nú þessir 10,000 áhorfendur, og dauðaþögn
Var á öllum; þaðan áttu allir nautvígamennirnir
að koma uppábúnir til þess að sýna sig fyrir kon-
Ungi og þjóðinni. Hljóðfæraleikurinn byrjaði og
hliðið opnaðist, og lófatakið kvað við eins hátt og
Þi’uinugnýr, þegar uautvígamennirnir komu fram.
Þ'yrst komu nautabanarnir (cspadas) þrír þeir fræg-
ustu, Prascuelo, Lagartijo og Cagetano í klæðum
Ur atlaski, silki og fiöjeli, með heiðgulum, skarlats-
rauðum og ljósbláum litum, lögðum með glitsaum-
Urni gullvíravirki og skúfum úr gulli og silfri, svo
að varla sást í klæðin; þeir höfðu skrautlega möttla
^ herðum og voru í hvítum sokkum, með silkiband
Um sig miðja, fljettum í hnakkanum, og litlar húf-
Ur a höfði. Síðan komu hinir flokkar nautvíga-
'nannanna eptir röð, ljómandi af gulli og silfri,
yrst örvaskotmennirnir (banderillos) og nautertinga-
öiennirnir (capeadorcs), og síðan nautvígariddararn-
lr (picadores); þeir berjast á hestbaki við nautin, og
riðu þeir tveir og tveir saman, með langar kesjur í
°udum; allir gengu þeir tigulega yfir leiksviðið á
ö'óti konungsstúkunni.