Iðunn - 01.01.1886, Page 50
44
Edmondo de Amieis:
Meiri fegurð og skraut er varla hugsanlegt; kreisti
maður augun dálítið saman, sá maður sífelldan
gull- og silfurljóma. Sumir þessara manna voru
hinir fríðustu og karlmannlegustu, og mjögþreknir;
aðrir voru grannvaxnir og lipurlegir, dimmir í
andliti, með stór og djarfleg augu, skrautklæddir
sem konungar í Asíu.
Hópurinn nam staðar fram undan stúku konungs
og heilsaði. Borgmeistarinn gerði merki til þess
að byrja skyldi, og ljet lykilinn að nautastíunni detta
niður frá stúku sinni ofan á leiksviðið. Leikhúss-
þjónn einn tók lykilinn upp og fjekk hann dyra-
verðinum, og gekk hann að hliðinu og sýndi, að
á sjer stæði ekki, ef opna skyldi. Nú skildu naut-
vígamennirnir; nautabanarnir hlupu aptur fyrir
girðinguna; nautertingamennirnir dreifðu sjer um
leiksviðið og veifuðu til hinum rauðu og gulu
möttlum sínum; nokkrir af nautvígariddurunum
þokuðu Bjer aptur fyrir hina til þess að vera til
taks, þegar röðin kæmi að þeim; aðrir keyrðu
hesta sína sporum og námu staðar vinstra megin
við nautastíuna, tuttugu skréf hver frá öðrum, og
sneru baki að girðingunni. I þessu bili varð ept-
irvæntingin ósegjauleg; hver maður einblfndi með
hjartslætti á hliðið, þar sem nautið átti að koma
út um, og nú varð steinshljóð í öllu loikhúsinu; það
heyrðist að eins bölvið í nautinu, þar sem það var
að ganga úr einni krónni í aðra í hinni dimmu
dýflissu, og virðist sem það öskri: »Blóð, blóð«.
Hestarnir titruðu og nautvígariddararnir fölnuðu,
og í því vetfangi gall við lúðurhljómur; hliðið fleygð-
ist upp, og ógurlega stórt naut brauzt fram á leik-