Iðunn - 01.01.1886, Page 52
46 Edmondo de Amicis:
þurftu þeir að hafa augun hjá sjer, vera hand-
stinnir mjög og stálhjartaðir. þeirn heppnast þetta
ekki ávallt; það misheppnast þvert á móti optast,
og nautið rekur iiornin í kvið eða bringu hestsins
og maðurinn fellur af baki. þ>á lilaupa nautertinga-
mennirnir að, og meðan nautið er að ná hornum
sínum út úr innýflum hestsins, veifa þeir möttlum
sínum fyrir augu þess, til þess að hamla því frá
frekari aðgerðum, en veita möttlunum athygli.
Nautið stóð kyrrt og fnæsandi á miðju leiksvið-
inu, með blóðugum hornum, og litaðist um, eins og
það vildi segja: »Nægir ykkur þetta?« Nú þyrpt-
ist hópur af nautertingamönnunum í kringum það
og tók að erta það og æsa með því að veifa möttl-
um sínum fyrir augu þess, og drógu þá yfir höfuð-
ið á því, ginntu það og forðuðu sjer svo frá því
með því að skjótast undan eins fljótt og elding,
komu síðan aptur til þess að erta það á nýjan
leik og hlaupa frá því. Nautið þeyttist á eptir
þeim, einurn og einum í senn, elti þá að girðing-
unni og rak hornin inn í trjeð, kippti þeim aptur
út og hljóp til baka, setti hornin um leið inn í
innýfli hins dauða hests, reyndi aptur til þess að
komast yfir girðinguna inn í ganginn fyrir framan
áhorfendurna, og þaut svo aptur yfir leilcsviðið.
Nú voru komnir aðrir nautvígariddarar í stað
þeirra tveggja, sem höfðu misst hesta sína. jpeir
námu staðar hver skammt frá öðrum í nánd við
söngpallinn og bjuggust við, að nautið rjeðist nú á
sig. Nautertingamennirnir ginntu það nú lipurlega
þangað. IJndir eins og það sá næsta hestinn, þaut
það móti honum til þess að reka hann undir. En