Iðunn - 01.01.1886, Page 54
48
Edmondo de Amicis:
þær hafa fest sig í því, heldur ýtast lengra inn í
það, því meir sem nautið hreyfir og hristir sig.
Orvaskotmaður einn tók nú sína ör í hvora hönd,
nam staðar 10 skref fyrir framan nautið og ögraði
því til að ráðast á sig með því að hefja upp
handleggina og æpa. Nautið geystist móti honum,
og hann móti því, og um leið og nautið beygði
höfuðið til að reka hornin í hanu, skaut hann
örvunum í hálsinn á því sinni hvorum megin og
sneri sjer svo undan fljótur sem elding. Bf hann
snýr sjer öfugt eða hnýtur, eða ef hann hikar við
eitt augnablik, er hann óðara rekinn í gegn.
Nautið bölvaði, nasaði út í loptið og fór svo að
elta nautertingamennina, er voru þar til og frá
kringum það; en í sama vetfangi voru þeir komn-
ir yfir girðinguna og leiksviðið var maunlaust;
nautið rótaði upp gólfinu með froðu um granirnar,
augun blóðþrútin og blóðrákir niður eptir hálsin-
uin; það æddi um, hentist á girðinguna og vildi
hefna sín, drepa og eyða, en enginn þorði að
ráðast á það.
Ahorfendurnir æptu nú sem mest þeir máttu."
»A móti því. Hugaðir. Annan örvaskotmann«. Ann-
ar örvaskotmaður liljóp þá inn á leiksviðið, sendi
örvum sínum í nautið, og síðan kom sá þriðji og
svo aptur sá fyrsti. þennan dag skutu þeir átta
örvum í það. þegar nautgreyið hafði fengið tvser
seinustu örvarnar, rak það upp langt, auinkunar-
legt og hræðilegt öskur, þaut á eptir þeim, sem
næstur stóð, elti hann að girðingunni, myndaði sig
til að stökkva yfir hana og fór á stað, og datt
með honum ofan í ganginn hinum megin. Allir á-