Iðunn - 01.01.1886, Page 56
50
Bdmondo de Amicis.
orðtaki; því næst kastaði hann húfunni upp í
loptið, eins og hann vildi segja með því: »Eg vil
sigra eða deyja að öðrum kosti«, og gekk svo stilli-
lega móti nautinu, og fylgdu honum nautertinga-
mennirnir.
Og nú hófst höggorusta, sem hefði verið yrkis-
efni samboðið Hómer; öðrum megin hið stórhyrnda,
afarsterka, blóðþyrsta naut, æst af sársauka, tryllt
af reiði og æði, öskrandi, blóðugt og ógurlegt; hinum
megin tvítugur unglingur, búinn sem til dansleiks,
einsamall og fótgangandi, og verjulaus að öðru en
því, að hann hafði veigalítið sverð í hendi. Enn
til hans störðu tíu þúsund menn; konungur hafði
tilbúna gjöf handa honum; unnusta hans sat þar
í stúku einni og leit ekki af honum; kvenmenn titr-
uðu af áhyggju fyrir lífi hans svo þúsundum
skipti.
Nautið stóð kyrrt og horfði á hann, og hann
horfði á það og veifaði rauðu dulunni að því. Naut-
ið beygði sig, en hann hljóp nú undan, svo að
hornin strukust að eins við hlið hans, en rifn
stykki úr rauðu dulunni. Lofs-ópin gullu við úr
öllu eikhúsinu; kvenfólkið horfði á hann gegnum
sjónauka sína og kallaði: »Hann fölnaði ekki«. Nú
varð aptur þögn, og heyrðist ekki svo mikið sem
hvíslingar. Iíinn hugaði nautvígamaður veifaöi
aptur og aptur rauðu dulunni fyrir augu nautsins,
kastaði henni yfir höfuð þess, vafði henni um háls-
inn á því og kom því til að halda undan og hlaup*1
aptur fram, og svo snúast í hring í ofsabræði og
úrræðaleysi. Hann ljet þaö ráðast á sig einum
tíu sinnum og hvert skipti komst hann hjá bráð-