Iðunn - 01.01.1886, Page 58
62
Edmondo dc Amicis:
aði eptir megni öllum þeim kveðjum, hólsyrðum
og heiðurstitlum, sem dundu yfir hann úr öllum
áttum, og loksins komst hann að stúku konungs;
þangað horfðu nú allir; konungur stakk hendinni í
vasann, tók upp vindlahylki fullt af bankaseðlum
og kastaði því niður. Frascuelo henti það á lopti
og manngrúinn rak upp fagnaðaróp. Meðan ú
þessu stóð, var nautið sungið til grafar; dyr voru
opnaðar og fjórir fallegir múlasnar komu hlaup-
andi inn, skreyttir fjöðrum, skúfum og rauðum og
gulum böndurn, og á eptir þeim kom hópur af
essrekum, sem kölluðu og smelltu svipunum. þeir
drógu hina dauðu hesta út hvern eptir annan og
síðan nautið; það var flutt á dálítið afmarkað svæði
við leikhúsið og þar beið stór hópur af götustrák-
um eptir því, til þess að dýfa fingrum sínum í
blóð þess. þar var nautið flegið, brytjað sundur
og selt.
Nú var leiksviðið autt; en brátt drundu við
trumbur og lúðrar gullu, og annað naut geystist
út úr stíu sinni, rjeðst á nautvígariddarana, stang-
aði hesta til bana eins og áður, örvaskotmenn ertu
það og seinast vann nautabani einn á því; og
þannig fór með sex naut hvert eptir annað ó
leiksviðinu.
En þær ofboðs og skelfinga-hríðir, sem tyrm®
yfir menn meðan á þessum leik stendur, og hvað
menn fölua opt allt í einu. Enn það eru að eiuS
útlendingar. Aptur á móti ráða börnin sjer varlu
fyrir kæti, og kvenfólkið segir, að það haíi aldrei
skemmt sjer eins vel, og svo ganga ópin og köfl"
in. Undir eins og nautið sjest, er því heilsað al'