Iðunn - 01.01.1886, Síða 62
56
Edmondo de Amicis:
en þá verða áhorfendurnir hamslausir og kalla hann
böðul, bleyðu, níðing og óska honum bráðs bana,
og segjast skyldu hengja hann eins og hund, ef
þeir næðu til han. Stundum vill það og til, þeg-
ar nautið hefir fengið banasárið, að það reikar um
stund, áður en það dettur, og dregst þannig það-
an sem það fjekk sárið, til einhvers skúmaskots
til að deyja í friði. Allir nautvígamennirnir ganga
hægt skammt á eptir því, eins og líkfylgd. Áhorf-
endurnir hyggja að hverri hreyfingu þess, telja
skrefin og athuga aðdraganda dauðans með mesta
áhuga. þá er dauðaþögn, svo að viðskilnaðui'
nautsins verður eitthvað hátíðlegur.
Sum nautin eru svo stálhörð af sjer, að þau
hneigja ekki niður höfuðið, fyr en við andarslitið,
og sum ætla enn þá að reka undir, þó að blóð-
straumar spýtist fram úr þeim; sum bera sig svo
vasklega, þótt þau sjeu með tíu holsárum og al-
blóðug, að allir nautvígamennirnir hopa undan
þeim; sum verða enn þá ógurlegri í andarslitunuin
en þau voru í hinu fyrsta æði sínu, og misþyrrna
dauðu hestunum, mölbrjóta girðinguna, stappa í
bræði ofan á möttlana, sem liggja víðsvegar á leik-
sviðinu, hlaupa yfir girðinguna inn í ganginn og
allt í kring, og horfa þrjózkufullt á áhorfendurna,
detta niður, standa aptur upp og deyja bölv-
andi.
Sárara er að horfa á andarslit hestanna, þótt
skemur standi á því. Nautin rífa stundum undan
þeim einn fótinn, og reka hornin víða gegn uffl
hálsinn á sumum; sumir deyja þegar, er þeir hafa
fengið stuugu gegnum brjóstið, án þess þeim blæði