Iðunn - 01.01.1886, Side 64
58
Edmondo de Amicis:
nái honum, slái hann með hausnum, svo að hann
hrjóti um koll og hverfi í rykmekki, og manngrúinn
kalli þá: »Hann er dauður«, — en nautið haldi
fram hjá honum; en þá er honum borgið. Stund-
um hefir nautið hann upp á hornunum og kastar
honum til hliðar. |>að ber ekki sjaldan til, að
nautið stendur ekki svo kyrrt, að nautabaninn geti
miðað og hitt upp í það. J>á má hann eptir naut-
vígalögunum ekki sœra það, þar eð ekki má gera
það nema á tiltekinn hátt og á tiltekinn stað; þá
reynir hann aptur og aptur, þangað til hann er
orðinn örvinglaður; hann hleypur ótal sinnum í
opinn dauðann, og á meðan orgar manngrúinn upp>
blístrar og húðskammar hann, þangað til veslings-
maðurinn leggur til nautsins upp á von og óvon í
örvœntingu sinni. Annaðhvort tekst það, og þá er
hann hafinn til skýjanna, eða það tekst ekki, og
þá er hann hœddur og svívirtur, og appelsínubörk-
um rignir yfir hann, enda þótt hann sje hinn
hraustasti, hugrakkasti og frægasti nautvígamaðui'
á öllum Spáni.
Annars koma ótal atvik fyrir á áheyrendapöllun-
um meðan á leiknum stendur. Við og við rísa
upp deilur milli einhverra áhorfenda. En þar eö
mönnum er drepið niður í leikhúsið eins og ^
öskju, þá verða þeir, sem næstir eru, líka fyrir
harðhnjaski, og grípa þá einnig til stafa sinna, og
þannig lenda fleiri og fleiri í barsmíðinni, og brátt
koma hattar á lopt og rifrildi úr hálsklútum, og
hróp og köll um hjálp glymja við, svo að áhorf-
endurnir fara almennt að standa upp og umsjón-
armennirnir fá nóg að gera, og nautvígamennirnií