Iðunn - 01.01.1886, Page 70
64
Hvað sagt er nm oss á bak.
á Esju og suður í Krísuvík. Eeyndar fór Schmidt
víðar, því þeir fjelagar skildu á Borðeyri, og fór
þá Keilhac heim, en Schmidt norður og austur uffl
land, og segir ekki af ferðum hans eptir að hann
skildi við doktorinn.
það er auðsjeð, að dr. Iíeilhac hefur ekki lagt
sig niður við að kynna sjer háttu Islendinga; því
það úir og grúir af vitleysum í riti hans, og sum-
ar þeirra eru svo hraparlegar, að það er nærri því
óskiljanlegt, að maður með opin augun skyldi setja
slíkar meinlokur á prent. Jeg vil nefnilega ekki
geta mjer þess til, að hann hafi gort það viljandi;
því mörgum þeirra er svo varið, að þær eru Is-
lendingum ekki til neinnar minnkunar. Annai'S
hefði mjer dottið margt í hug; því bókin ber það
með sjer, að höf. ber okkur alstaðar illa söguna,
þar sem hann getur því við komið. þetta á sjcr
þó að eins stað þar sem hann talar um þjóðina-
Aptur lýsir hann landinu sjálfu og náttúru þess
nokkurn veginn rjett, eptir því sem jeg veit bezt,
enda hefur hann verið miklu færari að rita uW
það, þar sem hann var náttúrufræðingur. Hann
talar um land og þjóð hvað innan um annað, einS
og eðlilegt or, eptir því sem hann kynntist hvorn
tveggja; en það yrði einlægur grautur úr því, að
elta hann fyrst austur og svo norður. Jeg ætla
því að drepa fyrst á það, hvernig honum lízt á
landið og uáttúru þess, og skýra svo frá því, hvað
hann segir um landsbúa.
Annars segir höf. fátt um landið, sem landshúai'
vita ekki, nema þá éitthvað eingöngu jarðfræðiS-
legt, sem ekki er til neins að tína hjer til. þeií