Iðunn - 01.01.1886, Page 72
66
Hvað sagt er um oss á bjik.
stað segir hann, að nautpeningurinn á íslandi sje
hornalaus. |>að er gömul apturganga úr ritum um
ísland á 16. og 17. öld, og virðist vera komið mál
til að koma henni fyrir; en höf. er því miður
ekki fjölkunnugur, svo það er ekki að búast við
slíku af honum.
En þetta er nú allt saman hátíð hjá því, sem
höf. segir um landsbúa.
A einum stað fer hann mörgum orðum um það,
að á bóndabæjum uppi í sveitum hafi þeim opt-
ast verið borinn matur í þvottaskálunum. jpað
má annars yfir höfuð marka álit höf. í þessu efni,
að hann tekur það einu sinni fram, eins og ein-
hverja nýlundu, að þeir fjelagar hafi fengið kaffi í
hreinum bollum, og á öðrum stað segir hann, að
á einum bæ hafi þó verið eitthvað í áttina til
hreinlætis.
Sumstaðar er höf. að fjargviðrast yfir því, hve
maturinn hafi verið tilbreytingarlaus; en það vor-
kenna víst fáir honum, þó hann yrði að borða
silung og lax nokkrum sinnum hvað eptir annað-
J>að er auðsjeð, að hann hefir búizt við, að það
mundu vera fín »hótel« til og frá upp um land,
þar sem hægt væri að fá alls konar kræsingar.
Annars hefði það víst lcomið liöf. að litlu haldb
því að eptir því sem er að sjá á bók hans, hefú
hann verið mjög fjelítill, eða að minnsta kostJ
sýtir hann út í hvern einasta eyri, sem hanU
verður að borga fyrir greiða, og um ekkert er
honum jafntíðrætt og það, hve íslendingar sje11
fjarskalega dýrseldir. það er eins og hann haldb
að inatur og mannsvinna kosti ekkert á íslaudJ'