Iðunn - 01.01.1886, Page 74
68 Hvað sagt er um oss á bak.
í öðrum germönskum löndum. En því er höf. þ&
að fjölyrða um þetta, og því getur hann ekki nema
um einstaka almennilegan prest? Hann hefir lík-
lega haldið, að lesendum sínum á þýzkalandi mundi
þykja meira gaman að illgirnislegum skopsögum uffl
Islendinga en hreinum sannleika. Jeg veit það ekki.
Eða kannske að mannskepnan sje fæddur með
þeim ósköpum, að hann reyni til að færa allt á
versta veg fyrir náunganum; eða kannske hann sje
svo sanngjarn að láta það koma niður á prestun-
um, að þeir fjelagar helmeiddu marga hesta.
Eptir því sem höf. segir, er hugleysi eða rag-
mennska eitt af því, sem einkennir lslendinga. A
einum stað segir hann: »Yið vissum ekki enn þá,
hve Islendingar eru ragir«, og á öðrum stað segist
hann varla hafa getað fengið fylgd yfir Markar-
fljót, því fylgdarmaðurinn hafi verið ragur eins og
aðrir Islendingar (echt islandisch feig). Jeg orð-
lengi ekki um þetta; en ekki væri óhugsandi, að '
gorgeirinn minnkaði í höf. og öðrum eins peijum,
ef þeir ættu að feta allstaðar í fótspor okkar Is-
Iendinga, fara t. d. út í stórhríðar eða ríða stórár
í vatnavöxtum, syo jeg taki þetta eitt til dæmis-
Margt segir höf. fleira fallegt, og þyrfti meira
rúm en hjer er kostur á til að taka það allt frain-
Jeg ætla bara að drepa á einstaka atvik, og má
marka eptirtekt lians, þekkingu og sannsögli
þeim. Hann segir, að þar sem gluggar sjeu ann-
ars á hjörum, sje alvenja að negla þá aptur-
Pottbrauðið sje búið til úr melfræi (Elymus ar-
enarius). Kvennfólk af almúgastjett á Islandi sitj1
alveg eins á hestbaki og karlmenn. Kennarar