Iðunn - 01.01.1886, Page 76
70 Hvað sagt er um oss á bak.
Islendingum til gildis, þá kemur ekki margt í
leitirnar. Hann hælir þeim fyrir bókmenntir þeirra.
Hann nefnir þó ekki aðra rithöfunda en Snorra
Sturluson, Jón Sigurðsson og Grím Thomsen. Hann
hefir líklega ekki heyrt getið um fleiri af því tagi>
en ekki viljað hætta sjer út í að úthúða þeim-
Hann hælir Islendingum líka fvrir ættjarðarást.
Kaffið þykir honum gott á Islandi. þess er áður
getið, á hvaða bæjum honum þótti almennilegt
fólk; en langmest hælir hann dr. Grími Thomsen.
Og þá er nú upptalið það sem hann segir Islend-
ingum til lofs. Ekki lýsir dr. öðru að því er jarð-
fræði Islands snertir en því sem hefir verið marg-
lýst áður, og er það allur sá vísindalegi árangur af
ferðinni, sem getið er um í ritinu.
þess er áður getið, að þeir fjelagar hafi skilið-
Keilhac varð nefnilega vesall heima á Islandi, brá
krók á hala sinn og fór til þýzkalands með fyrstu
ferð. þegar manntuskan kom heim til sín, átti
hann ekki meiri peninga í eigu sinni en liðuga krónu-
þessi ferðabók Keilhacs er einhver sú argasta
bók, sem hefur verið skrifuð um Island langa-lengi-
Ef hún er borin saman við bækur um ísland
frá 17. og 18. öld, þá er hún góðra gjalda verð; en
þegar gætt er að því, að hún er frá 1885, þá hlýtur
hverjum, sem þekkir nokkuð til á íslandi, að hlöskra,
hve höfundurinn er ósannsögull og hroðvirkur.
það fer betur, að það kemur ekki margt til ls'
lands af öðrum eins þorlákum og þessi dr. er,
því jeg er hræddur um, að íslendingar færu þ^
ekki að taka útlendingum vel; en það dugar ekkJ
að kippa sjer upp við það, þótt einstaka maður