Iðunn - 01.01.1886, Page 78
72
Hvað sagt er um oss á bak.
Fyrst fer dr. Sehweitzer nokkrum orðum um
land og þjóð (bls. 1—23). þessi kaflinn er lang-
styztur að sínu lóyti og ófróðlegastur; enda reið
minnst á honum, því útlendingar geta víða lesið
um náttúru Islands í ferðabókum, en aptur drepa
þær sjaldan á sögu Islands og bókmenntasögu að
neinu marki. Dr. getur fyrst um legu landsins
og landafræði, firði og fljót o. s. frv. jpar næst
minnist hann mjög stuttlega á helztu jurtir og dýr
í landinu. Hann heldur, að korn gæti þrifizt þar,
einkum ef vísirinn til þess væri fluttur norðan af
Finnmörk, en það mundi þó varla borga sig. j?á
getur hann um sólargang og veðurlag, en þar fer
held jeg dálítið út um þúfur fyrir honum. Hann
segir, að á veturná sýnist tungl og stjörnur miklu
stærri og skærari á Islandi en þýzkalandi, og get-
ur það vel verið. Dr. ætti að vita það. En svo
segir hann, að norðurljósin kasti rauðum, gulum og
grænum bjarma á snjóinn, að marglitar hjásólir
sjáist opt á vetrum, og að himiuinn sje stundurn
svo blár, að allt sýnist blátt umhverfis, þegar
snjór sje á jörðu. Jeg hef ekki orðið var við þetta
og efa, að það eigi sjer stað. Yitaskuld er, að
landið verður ef til vill glæsilegra í augum útlend-
inga fyrir bragðið; en hezt verður að tjalda þ'rí
einu, sem til er, og ekki öðru.
þá víkur höf. máli sínu að landsbúum, og byi'jar
á því að segja, að Islendingar haldi að land sitt
sje bezta land, sem sólin skín á1.
1) Kátlegt er að heyra jafngreiridan og skilorðau
mann vora að henda á lopti aðra eins lokleysu og þetta,
sem fiestar markleysu-ferðaskruddur um ísland sverja