Iðunn - 01.01.1886, Page 80
74 Hvað sagt er um oss á balc.
Höf. lýsir bændunum á lslandi á þessa leið:
»Útlendingar, sem ekki' skilja íslenzku, fá optast
það álit á íslenzkum bændum, að þeir sjeu þur-
lyndir, dulir, þögulir og alvarlegir; en þeir eru
allt öðruvísi í sinn hóp. þeir eru meira að segja
fjörugir og kátir að eðlisfari og jafnvel svo lítió
galgopalegir, en þó viðkvæmir flestir hverjir. |>eim
þykir mest gaman að sögum um bardaga og blóðs-
úthellingar, eins og t. d. fornsögunum, en slíkt er
næst um því lilægilegt, þegar litið er á framkomu
þeirra og eðlisfar. það eru þó ef til vill leifar af
hernaðarákefð þeirra í gamla daga, að þrír Islend-
ingar geta varla verið svo saman hálfa stund, að
þeir fari ekki að hnakkrífast. I því svipar þeim
til okkar f>jóðverja«. — þetta er auðvitað sagt mest
í gamni, og þó ekki alvörulaust. — »|>eir eru fjölhæfir
og menntaðir, eptir því sem um er að gera, og
það er óhætt að segja, að hvergi sje menntaðri
bændastjett í Norðurálfu. — — — Allir þeir
bændur, sem jeg komst í kynni við, voru vel að sjer í
sagnfræði og bókmenntasögu, og höfðu mikinn á-
huga á landsstjórnarmálum. f>að eru til margar
alþýðlegar bækur á íslenzku. f>ær höfðu þeir lesiði
og höfðu því alveg rjettar (gesund = hollur) og
alls ekki takmarkaðar skoðanir#.
f>að færi betur, að allir íslenzkir bændur ættu
skilið lof þetta; en jeg er hræddur um að ekki
sje því láni að fagna. Bf meginið af íslenzka
bændafólki bæri gott skyn á bókmenntir, þá flyg1
ekki út leirburður eptir Símon og aðra eins fugla>
og ef alþýða væri vel að sjer í landsstjórnarmál"
efnum, þá hefði hún meiri áhuga á kosningum tfl