Iðunn - 01.01.1886, Page 96
90
Hvart sagt cr um oss á balc.
riti, en liann hefir h'ka ritað ýmislegt um þær i
»Fiskeritidende«, og er þar greinilegar sagt frá þeitn
on í ferðabókinni. Jeg drep hjer ekkert á rann-
sóknir Feddersens um fiskiveiðar vorar, því þær eru
svo fróðlegar og ágætar í heild sinni, að þær ættu
skilið að lcomast á íslenzku eins og þær eru, og
jeg ræð einhverjum ritstjóranum sterklega til aö
þýða, að minnsta kosti aðalatriðin úr þeim, í blað
sitt. Að slíkum ritgerðum er bæði gagn og
gaman.
það er nýlunda að lesa eins góða bók uvn
island og kver Feddersens. Jeg sje ekki betur, en
það hafi fiesta þá kosti, sem geta prýtt ferðabók-
Höfundurinn hefi auðsjáanlega kostað lcapps uM
að fá sem yfirgripsmesta þekking á islandi og ls-
lendingum. það er furða, hve hann liefir tekið
vel eptir því, sem hann sá á forðalagi sínu; hann
hefir tekið eptir fiskastcinum og klifberahöglduM,
hvað þá heldur öðru. Og hann cr hvorki rangoygð-
ur nje litblindur, oins og dr. Keilhac, enda miöar
hann clcki island við borgir í öðrum lönduM,
heldur við island sjálft, eins og eðlilegast er. Alstað-
ar lætur hann oklcur njóta sannmælis og gerir elcki
úlfalda úr mýfiugunni, þegar um það er að ræða,
sem fer miður hjá okkur en slcyldi; en aptur segu-
hann hreint og boint, livað honum þykir að oklcur,
og cr það elclci minnstur kostur við hann, því »sá
er vinur sem til vamms segir«. Og loksins ei'
bólcin rituð blátt áfram og laus við allan glamranda
og aliar háðglósur, sem Tromholt á til í vituM
sínum. þcgar öll lcurl lcoma til grafar, má segja