Iðunn - 01.01.1886, Síða 98
92
Hvað sagt er um oss á bak.
þeir hafi ahnennt um landsbúa. íslendingar gruni
Dani aptur optast um græsku. Hvorttveggja sjeu
vístmenjar frá einokunartímunum. »Danir kúguðu
reyndar íslendinga ekki heinlínis, en þeir tóku af
þcim rdðin. jpess sjer onn merki á íslandi. ls-
lendingar muna Dönum það enn í dag, og á hinn
hóginn veldur það því, að framfarirnar eiga erfiðara
uppdráttar á fslandi on annarsstaðar á vorurn dög-
um. En lslendingum fer samt fram. það sjer
maður á þeim hluta þjóðarinnar, sem hefir áttað
sig og ekki leggur árar í bát, að miklar framfarir
geta átt sjer stað á íslandi. 1874 fóru Islendingar
að eiga með sig sjálíir, og annað fara þeir ekki frarn
á. þeirn or þess vegna illa við, að aðrir sletti sjer
fram í málefni þeirra. þcir þurfa framfarir, en ekki
að framförunum sje aptrað». því næst getur höf-
undurinn um, hve margt sje ósatt í ferðabókum uns
Island. það sje t. d. fjarri því, að Islendingar sjeu
eins óþrifnir og orð fari af; en þeir, sem ekki hafi
annað fyrir sjer en ferðabækur, hálfkvíði fyrir aö
fara til Islands, og búizt þar við hinu versta-
#þaó er því hægt að geta sjer til, live hissa ferða-
maðurinn verður, þegar hann kemur inn á fyrsta
fjörðinn á Austurlandinu. Fjörðurinn er sjálfur
fríður og fjallahlíðarnar grasi vaxnar, eu lagleg
timburhús í botninum. Manni er vel tekið, og
það er kostur á öllum þeim þægindum, sem al-
menningur í dönskum kaupstöðum, hverjum sem er,
hefir á boðstólum. Alstaðar liittir maður vænt fólk,
maður heyrir skynsamlegt tal en engan barlóm,
og rekur sig á svo mikla elju og atorku, að margh'
smáborgabúar í Danmörku mættu óska sjor, að þeir